Umbúðalausir eldri borgarar

  Landssamband eldri borgara hefur hleypt af stokkunum átaki sem ætlað er að vekja fólk til vitundar um mikilvægi umhverfisverndar. Framleiddar hafa verið stiklur til sýninga í sjónvarpi og á samfélagsmiðlum, þar sem áhersla er lögð á þrjá mikilvæga þætti umhverfisverndar.Hvatt er til að við– skiptum út einnota pokum fyrir taupoka.– hendum aldrei lyfjum í ruslið og skilum lyfjaumbúðum í apótek.– plokkum og stundum heilnæma hreyfingu, sem hentar öllum.Framleiðsla stiklanna var í höndum stafrænu auglýsingastofunnar Sahara, handritið gerði Katla Sólnes, kvikmyndatökumaður var Ágúst Örn Ágústsson, verkefnisstjórn og leikstjórn annaðist Kolbrún Halldórsdóttir. Nokkrir eldri leikarar leika í stiklunum eins og Þuríður Friðjónsdóttir (75), Jón Hjartarson (79), Sólveig Hauksdóttir (77), Guðmundur Magnússon (74) og einnig yngra fólk eins og t.d.tónlistarmaðurinn Króli eru meðal leikara í stiklunum.Stiklurnar eru aðgengilegar á heimasíðu Landssambands eldri borgara og samfélagsmiðlum, auk þess sem minnt verður á þær í sjónvarpi og prentmiðlum.Landssamband eldri borgara naut stuðnings Umhverfisráðuneytisins við framleiðsluna, auk þess sem Pokasjóður, Frumtök – Samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi, Apótekarinn og Kjöthöllinn veittu mikilvægan stuðning.Hérna fyrir neðan má sjá stiklurnar eða auglýsingarnar sem nú eru farnar að birtast. þær sjást ef menn smella á heiti þeirra.TaupokiMUNUM EFTIR TAUPOKANUMÞað tekur plastpoka allt að 1000 ár að brotna niður.Landssamband eldri borgara hvetur þig til aðskipta út einnota pokum fyrir taupoka.PlokkALLIR ÚT AÐ PLOKKAMunum að flokka og skila á endurvinnslustöðvar.Landssamband eldri borgara hvetur stóra sem smáaað stunda skemmtilega hreyfingu eins og að plokka.LyfjapakkningarENGIN LYF Í RUSLIÐMunum að skila notuðum lyfjaumbúðum til apóteks.Landssamband eldri borgara hvetur þig til aðhenda aldrei lyfjum í ruslið eða hella lyfjum í vaskinn. 

Previous
Previous

Drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu við aldraða komin í samráðsgáttina

Next
Next

Mikill meirihluti telur illa staðið að málefnum eldri borgara á Íslandi