Umsögn LEB um frumvarp til fjárlaga 2022
LEB - Landssamband eldri borgara hefur sent Alþingi eftirfarandi umsögn um frumvarp til fjárlaga 2022
- Ellilífeyrir hækki samkvæmt lögum.
- Ellilífeyrir hækki um sömu upphæð og almenn laun
- Almennt frítekjumark verði hækkað
- Rekstur hjúkrunarheimila verði tryggður
- Framkvæmdasjóði aldraðra verði ekki veitt bráðbirgaðaleyfi til að taka þátt í rekstri
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að auk leiðréttingar vegna vanáætlunar á yfirstandandi ári skuli ellilífeyrir hækka á árinu 2022 um 3.8%. Sú hækkun nemur um 10.109 kr. á mánuði en á sama tíma verða almennar launahækkanir 17.250 kr. á mánuði.Það er skýr krafa Landssambands eldri borgara að Alþingi fari að lögum og ellilífeyrir fylgi almennri launaþróun samanber 69. gr. laga nr. 100/2007. Hækkunin bætist við lífeyrinn eftir að upphæð hans hefur verið hækkuð um 0,8% sem er leiðrétting vegna ársins 2021Með hækkun lífeyris um 0.8% vegna ársins 2021 er viðurkennt að það vantaði 2.054 kr.á mánuði uppá að ellilífeyririnn næði að uppfylla þá ófrávíkjanlegu kröfu laganna að hækkun milli ára sé aldrei lægri en hækkun neysluvísitöluEf það verður niðurstaðan að hækkun ellilífeyris verði 3.8% sem svarar til 10.109 kr. hækkunar á mánuði en laun allra gildandi kjarasamninga hækki um 17.250 kr., má ljóst vera að kjaragliðnunin milli ellilífeyris og almennra launa mun enn aukast á næsta ári. Ef horft er til launaþróunar á árunum 2021 og 2022 þá hækka laun samkvæmt kjarasamningum um samtals 33.000 kr. en á sama tíma myndi ellilífeyrir aðeins hækka um 21.481 kr. ef frumvarpið gengur óbreytt fram. Á þessu tveggja ára tímabili myndi þá kjaragliðnun nema 11.518 kr. og ef horft er til þróunar launavístitölu væri gliðnunin enn meiri.LEB kynnti fyrir Alþingiskosningar öllum stjórnmálaflokkum áherslur sínar í 5 efnisatriðum. Þar er efst á blaði að hækka almenna frítekjumarkið í 100.000 kr. enda myndi sú breyting nýtast þeim sem eru með lægstan lífeyrinn vel.Í frumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir að frítekjumark atvinnutekna hækki um 100.000 kr. á mánuði og verði á ársgrundvelli 2.4 milljónir. LEB telur jákvætt að stigið sé skref til að draga úr skerðingum, en leggur þó áherslu á að það telur að hækkun almenna frítekjumarksins sé brýnni og ætti að hafa forgang framyfir hækkun frítekjumarks atvinnutekna. Hafa verður í huga að boðuð breyting í frumvarpinu hefur mjög takmörkuð áhrif á afkomu lífeyristaka þar sem einungis um 10% ellilífeyristaka hafa einhverjar atvinnutekjur og þar af er meirihlutinn með tekjur undir núverandi frítekjumarki, 100 þús. kr. á mánuði.LEB krefst þess að rekstur hjúkrunarheimila verði tryggður og þeim gert kleyft að veita þá þjónustu sem elsta og veikasta fólkið okkar á rétt til samkvæmt gildandi lögum. Ekki er hægt að sjá í frumvarpinu að verið sé að taka á miklum og viðvarandi rekstarvanda hjúkrunarheimila um land allt.LEB leggst alfarið gegn því að bráðabirgðaákvæði um heimild til að nýta fé úr Framkvæmdasjóði aldraðra til reksturs verði framlengt, enda augljós þörf á stórauknu fjármagni í nýframkvæmdir. HÉR er að finna áhugaverða samantekt eftir Finn Birgisson formann Kjaranefndar FEB