Vinningshafi krossgátunnar í LEB blaðinu 2021
Mikil þátttaka var í keppninni um rétta lausn á krossgátunni sem birt var í LEB blaðinu sem kom út í lok maí á þessu ári. Um þrjú hundruð réttar lausnir bárust.Lausnarorðið var MATARTÍMI.Vinningshafinn er Ásdís Kristinsdóttir, Miðkoti, Rangárþingi Eystra og hlýtur hún vinninginn sem er 15.000 kr. skerðinga- og skattlausan.Vinningurinn kemur sér væntanlega vel nú á aðventunni. Við óskum Ásdísi til hamingju með vinninginn.Einnig þökkum við öllum sem tóku þátt og óskum gleðilegra jóla!