Ráðstefna TR: Almannatryggingar í brennidepli

 Það var góð mæting á ráðstefnu Tryggingastofnunar ríkisins á Grand Hóteli Reykjavík 12. nóvember sl., þar sem m.a. kom fram að meirihluti tekna allra lífeyrisþega eru greiðslur frá TR.Einnig var fjallað um hvernig Ísland kemur út í erlendum samanburði varðandi lífeyrisgreiðslur og kynntar niðurstöður úr evrópskri könnum þar sem fram kom að landsmenn meti lífskjör eldri borgara lágt.Helstu áhrifavaldar á kynjamisrétti í almannatryggingum voru skoðaðir og mögulegar lausnir. Tvær málstofur voru haldnar, annars vegar um nýgengi örorku og hins vegar um ellilífeyrisgreiðslur hér á landi og á Norðurlöndunum.Gissur Pétursson ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu opnaði ráðstefnuna fyrir hönd Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra.
Glærur hvers fyrirlesara má finna með því að smella á nöfn fyrirlesaranna.Brugðist við fjölgun ellilífeyrisþega með auknum sveigjanleikaMeðal þess sem kom fram hjá Tom Nilstierna, hagfræðingi og ráðgjafa í  sænska heilbrigðis- félagsmálaráðuneytinu var að vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóða standa norðurlöndin eins og önnur lönd frammi fyrir nýjum áskorunum í lífeyriskerfum sínum. Viðbrögðin hafa verið að auka sveigjanleika, t.d. varðandi vinnu samhliða lífeyristöku, breyttur lífeyristökualdur og að fá fjármagn frá fleiri sjóðum en þeim opinberu til greiðslu lífeyris. Það kom fram hjá Tom að árið 2015 fóru um 8,5% af vergri landsframleiðslu Íslands til greiðslu lífeyrisgreiðsla skv. Eurostat. Þar af voru 5,4% vegna ellilífeyris, 2,6% vegna örorku og 0,5 vegna annarra greiðslna.Lífskjör aldraðra metin lágt á ÍslandiÍ fyrirlestri Dr. Sigrúnar Ólafsdóttir prófessors í félagsfræði í HÍ kom fram að Íslendingar meta lífskjör aldraðra mjög lágt, en eru mjög sammála um að stjórnvöld beri ábyrgð á viðunandi lífskjörum. Þetta má í niðurstöðum Evrópsku viðhorfakönnuninni (ESS) frá 2016.  Í umfjöllun sinni nefndi Sigrún nokkrar ástæður sem gætu skýrt niðurstöðurnar, svo sem að almennt eru gerðar kröfur um að fólk eigi áhyggjulaust ævikvöld og að við teljum almennt að aldraðir eigi stuðninginn skilið enda hafi fólk sem er komið á efri ár lagt sitt af mörkum til samfélagsins á sínum yngri árum.Meirihluti tekna allra ellilífeyrisþega kemur frá TRSigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar fór yfir greiðslur til nokkurra „dæmigerðra“ viðskiptavina TR, frá árinu 1997. Hún ræddi einnig um hvaðan tekjur lífeyrisþega koma og þar kom m.a. fram að á árinu 2019 koma um 55% af tekjum örorkulífeyrisþega frá TR. Hjá ellilífeyrisþegum koma um 45% tekna frá TR en um 35% tekna frá lífeyrissjóðum.  Sigríður Lillý fjallaði einnig um starfsemi TR og þá miklu fjölgun viðskiptavina sem orðið hefur og fyrirséð er að verði á næstu árum sérstaklega á það við um ellilífeyrisþega. Mikilvægt er að taka tillit til þessa og aukinnar kröfu um upplýsingagjöf og leiðsögn stofnunarinnar þegar stofnuninni er markað rekstrarfé.Þá kom fram að til tíðinda hefur dregið varðandi nýgengi í hópi örorkulífeyrisþega sem hefur lækkað um 24% á milli ára. Á undanförnum árum hefur verið gert átak í að efla endurhæfingu og beina umsækjendum inn á endurhæfingarlífeyri með endurhæfingarúrræðum.  .Konur fá lægri ellilífeyrisgreiðslur en karlar Í fyrirlestri sínum sýndi Shea McClanahan, sérfræðingur og ráðgjafi á sviði félagslegrar stefnumótunar fram á að til staðar er kynjamismunun í lífeyrisgreiðslum. Ástæður lægri greiðslna til kvenna eru einkum styttri starfsævi, lægri laun og aðskilinn vinnumarkaður. Lífeyriskerfin miða við starfsferil og greiðslur í sjóði hafa bein áhrif á útgreiðslur og því eru konur að fá lægri greiðslur. Þó svo að konur lifi lengur en karlar hætta konur að vinna fyrr en karlar samkvæmt OECD hætta 63 ára en karlar 65 ára að meðaltali. Áhrifaríkasta leiðin til að minnka kynjamismunun í lífeyrisgreiðslum er í gegnum breytingar á vinnumarkaði og á vettvangi heimilisins og launavinnu að mati hennar. Karen Anna Erlingsdóttir frá Kvennahreyfingu ÖBÍ gaf álit á fyrirlestri Shea og benti m.a. á könnun sem sýndi að álag á konur ykist oft eftir að þær væru búnar í launavinnu sinni og væru komnar heim, öfugt við það sem gerðist hjá körlunum.Málstofur
  1. Ellilífeyrir - Tekjur hafa áhrif á upphæð grunnlífeyris á öllum Norðurlöndunum

Sólveig Hjaltadóttir, framkvæmdastjóri lífeyrissviðs TR og Þórunn  Sveinbjörnsdóttir formaður LEB gáfu innsýn í tilhögun greiðslna ellilífeyris á Norðurlöndunum og að hvaða leyti kerfin eru ólík. Þar kom m.a. fram að tekjur hafa áhrif á grunnlífeyri á öllum norðurlöndunum en með mismunandi hætti. Sömuleiðis er einhvers konar stuðningur við þá sem búa einir til staðar á öllum norðurlöndunum. Líflegar umræður sköpuðust á málstofunni um mismun á milli kerfanna.

  1. Stefnir í færri örorkumöt fólks 18 – 29 ára á árinu 2019 miðað við 2018

Ólafur Guðmundsson tryggingayfirlæknir sagði frá þróun nýgengis örorku meðal ungs fólks, en tölur sýna að færri eru örorkumöt hafa verið gefin út fyrir aldurshópinn 18 – 29 ára á þessu ári, en í fyrra.Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, fulltrúi frá ungliðahreyfingu ÖBÍ var álitsgjafi í málstofunni og minnti hún m.a. á mikilvægi þess að hafa öfluga þjónustu fyrir ungt fólk sem á við andleg veikindi að stríða.Ráðstefnustjóri var Arnar Þór Sævarsson formaður stjórnar TR.Skýrslur sem Shea McClanahan vísar til í erindi sínuFamilies in a Changing World – UNWomen, 2019Pension adequacy report 2018 – Current and future income adequacy in old age in the EU (Volume 1) – OECD, 2018Pensions at a Glance 2019 – OECD

Previous
Previous

Stjórn LEB ályktar um almennt frítekjumark

Next
Next

Laugardagur 23. nóv: Heldrapönk í Iðnó kl 19:15