Stjórn LEB ályktar um almennt frítekjumark

Stjórn Landssambands eldri borgara ályktar á fundi þann 26. nóvember 2019og beinir til ríkisstjórnar Íslands.Að almennt frítekjumark samkvæmt a lið 23. gr. laga nr. 100 frá árinu 2017 um almannatryggingar, hækki um 25.000 kr. á mánuði í 50.000 kr. á mánuði svo fljótt sem verða má. Jafnframt verði gerð ráðstöfun til þess að sama almenna frítekjumarkið verði hækkað úr 50.000 kr. í 75.000 kr. ekki síðar en 1. janúar 2021, og sömuleiðis verði gerð áætlun um að hækka það úr 75.000 kr. í 100.000 kr. að lágmarki 1. janúar 2022.Sjá nánar: Ályktun stjórnar LEB 26.11.2019

Previous
Previous

Sunnudagur 1. des: Tónleikar 300 manna kórs eldri borgara í Hörpu kl. 16.00

Next
Next

Ráðstefna TR: Almannatryggingar í brennidepli