Velferðarmál í norrænu samstarfi
Aðalfundur Nordisk samarbeidskomité for pensjonistorganisasjoner, Norræns sambands landssambanda eldri borgara, var í Drammen í Noregi í maímánuði. Þar eiga sæti tveir fulltrúar frá hverju Norðurlandanna og eru Færeyjar að sjálfsögðu í þeim hópi. Rætt hefur verið um að bjóða Grænlandi þátttöku en af því hefur ekki orðið enn.Fyrri daginn voru hefðbundin aðalfundarstörf í mikilli sátt og miklu samlyndi en mikið var rætt um þátttöku í AGE sem er félag eldri borgara innan Evrópusambandsins og á döfinni voru væntanlegar kosningar til Evrópuþingsins undir lok mánaðarins.Ísland tekur ekki þátt í starfi AGE en fær fréttir af því hvað þar er rætt og ákveðið. Lögð var áhersla á að það skipti máli að rödd norðursins heyrist þar. Við hér í norðrinu getum tekið mikilvæg mál á dagskrá, hvatt til rannsókna og gert samanburð á umönnun aldraðra í löndum Evrópu. Það skiptir líka máli fyrir okkur hér að hafa þekkingu á því sem er bæði betra og verra en hjá okkur. AGE vinnur náið með Sameinuðu þjóðunum.Seinni fundardaginn fluttu fulltrúar landanna skýrslu um starfsemi landssambanda á síðasta ári og kenndi þar margra grasa. Rauður þráður var samt í máli allra:
- Einmanaleiki meðal eldra fólks er ofarlega í huga allra landanna og aðferðir til að vinna gegn honum.
- Velferðartæknilausnir til að auka sjálfstæði og öryggi eldra fólks.
- Fátækt sem verður að koma í veg fyrir. Bent var á að snjalltækin sem skipta svo miklu máli t.d. í velferðartækninni og samskiptum manna á milli eru svo dýr, að fátækasta fólkið hefur ekki efni á að eignast þau.