Við munum ávallt standa vörð um málefni eldra fólks
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður LEB – Landsambands eldri borgara, skrifar félagsmönnum þennan pistil um starfið síðasta misserið:
Loksins er kominn tími á fréttapistil frá LEB eftir strangt sumar og haust. Ótrúlega margt hefur verið unnið að frá landsfundi LEB í apríl á þessu ári.Erlent samstarfStuttu eftir landsfundinn var haldinn fundur í Danmörk á vegum NOPO sem eru samtök landssambanda eldri borgara á norðurlöndum. LEB á tvö sæti á fundum NOPO.Fundurinn var haldinn á Bornholm og fengu þátttakendur innsýn í félagsstarf eldri borgara þar. Mjög áhugavert. M.a. er þar að finna tölvustofu fyrir eldra fólk, en þar fer fram mikið sjálfboðaliðastarf við að kenna fólki á spjaldtölvur og símann sinn og jafnvel á stærri tölvur ef óskað er.Síðan voru fundir um málefni eldra fólks á hverju norðurlandanna fyrir sig sem lauk með erindi frá stóra félaginu í Danmörku Faglige seniorer. Þar koma fram að áhrifin af að virkja eldra fólki í notkun spjaldtölva hefur aukið læsi eldra fólks á eitt og annað á netinu. Það leiddi síðan til þess að félagið ákvað að skifta um aðferðir við miðlun frétta frá starfsemi sinni og hætta að gefa út blað 4 x á ári. Unnið var að því að fá netföng hjá sem flestum og fara að senda út vikulegan pistil með netpósti. Auk þess sem heimasíða þeirra var endurhönnuð og virkni hennar aukin. Þetta hefur tekist langt umfram það sem búist var við og koma fleiri inn með ábendingar og fyrirspurnir en áður var. Danir eru að vinna í nýjum leiðum sem við gætum skoðað en þar er netvæðingin orðin það mikil að meirihluti eldri borgara fær netpóst vikulega og eru á Facebook og heimsækja heimasíður og eru þar með miklu virkari. Sjá: HÉR.Danir eru mörgum mílum á undan okkur í að hjálpa fólki við að læra á tölvur, spjaldtölvur og síma, sem opnar nýjar leiðir s.s. til að rjúfa einangrun fólks. Af þessu má mikið læra og erum við í óða önn að koma þessum verkefnum í farveg hjá okkur hér heima.Kjara- og velferðarmálEftir að nefndarstarfi lauk um kjör þeirra verst settu í lok síðasta árs hefur verið unnið ítarlega að því að fá framhald, þar sem starfi okkar var ekki nærri lokið. Það var samþykkt á vormánuðum að hefja þetta ferli að nýju og auka við verkefnin. Vegna málþófs á Alþingi frestaðist málið aftur og aftur að koma verkefninu af stað. Það tókst svo í sumar og var önnur starfsnefnd skipuð sem er ætlað að fjalla um lífskjör og aðbúnað aldraðra. Nefndin er stærri en sú síðasta en til leiks koma fleiri ráðuneyti.Af hálfu LEB eru þau Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Haukur Halldósrsson og Þorbjörn Guðmundsson. Varamenn þeirra eru Sigurður Jónson, Valgerður Sigurðardóttir og Ólafur Ingólfsson, í nefndinni.Nokkir fundir hafa verið haldnir með stjórnmálamönnum og einnig tölvusamskipti við þá um okkar áherslumál.FélagsmálFormaður heimsótti félög, svo sem ferð á Ísafirði og Hólmavík í sömu ferðinni og var það einkar vel heppnað. Afmælisfundur var á Ísafirði og var salurinn þétt setinn af eldra fólki sem naut góðra veitinga og fyrirmyndar skemmtiatriða. Saga fálgsins var rakinn með sóma.Daginn eftir lá leiðin á Hólmavík og í Flugskýlinu, sem er fundarstaður félagsins þar, fóru fram góðar og gagnlegar umræður. Þar fer fram mikið og öflugt félagsstarf 6 daga vikunnar.Í haust var fundur hjá Félagi eldri borgara í Hafnafirði sem haldinn var í safnaðrheimili á Völlunum sem er handan Reykjanesbrautar. Mikil og góð mæting og var fundurinn með fjórum frummælendum með fræðsluerindi. Formaður LEB talaði þar um stöðu eldri borgara.Mikið er hringt til okkar eins og vera ber og er þá oft verið að leita upplýsinga og einnig að biðja um Afsláttarbókina en það er flókið þar sem Félag eldri borgara í Reykjavík lætur hana ekki af hendi. Ágreiningur er um eignarréttinn á henni en vonir standa til að það mál leysist fljótlega.Við erum að skoða hvenær landsfundur LEB 2020 verður og hvar. Margt er í skoðun en líklega verður fundurinn haldinn einhvers staðar á stór höfðuðborgarsvæðinu vegna fjöldans sem kemur þaðan á landsfund. Það er enn ekki tímabært að fara langt.Viljum við vinna lengur?Margir vilja vinna eitthvað lengur eða vera í hlutastarfi. Með nýju frumvarpi um sveigjanleg starfslok opnast ný leið að minnka við sig vinnu. Nú er víða verið að reyna að útrýma 70 ára reglunni. Við hjá LEB höfum leitað til lögfræðings sem hefur stefnt Reykjavíkurborg vegna konu sem vill vinna lengur, en er gert að ljúka störfum sökum aldurs.Einnig liggur fyrir alþingi stjórnarfrumvarp um að afnema 70 ára regluna. Vonandi verður samstaða um það.Verkefni hjá LEBÁ síðustu 2 árum hafa fengist styrkir í nokkur verkefni frá félagsmálaráðuneytinu. Þeir eru bundir við skilgreind verkefni og skilyrtar reglur sem fara verður eftir.Í þessum skrifuðu orðum er verið að ljúka uppgjöri vegna fyrra árs styrkja og er búið að ljúka megin þorra þeirra verkefna. Hér verða nokkur nefnd:
- Meira en 50 þúsund litbrigði af gráu. Verkefni þar sem vakin var athygli á mannauði og styrk sem býr í eldra fólki og er oft á tíðum smáður og vannýttur. Því verkefni lauksnemma árs 2019 með sjónavarpsstiklum sem sýndar voru víða, m.a. í sjónvarpi og á samfélagsmiðlum frá ársbyrjun og fram á vor..
- Heimasíða LEB. Því verki er loks lokið og má sjá verulega breytingu til batnaðar auk þess sem öryggi síðunnar var aukið verulega.
- Starfslokanámskeið. Þetta verkefnið er hafið en enn á eftir að halda nokkur námskeið sem verða haldin á næstunni.
- Akstur á efri árum.Þetta verkefni komst ekki á flug vegna starfsloka ökukennara hjá Samgöngustofu. En við höldum í vonina að ráðuneytið leyfi okkur að halda styrknum, svo við getum hrint verkefninu af stað á nýju ári.
- Aldraðir og tölvuheimurinn. Útgáfa kennsluefnis á spjaldtölvur. Því verkefni er lokið og verið að senda út kennsluefni til félaganna. Tvenns konar kennslubæklingar voru gerðir. Annars vegar fyrir Appel stýrikerfi (Ipad) og hins vegar fyrir Android stýrikerfið.
- Þróun Öldungaráða – könun. Nemandi við Háskóla Íslands tók það að sér sem MA ritgerð og mun hún verja verekfnið í desember, svo nú er hægt að loka því verkefni. Leiðbeinandi hennar við Háskóla Íslands fylgdi verkefninu eftir og tryggði það faglega úrvinnslu. Eins veitti sérfræðingur frá okkur í LEB ráðgjöf.
- Velferðartækni bæklingur. Verkefnið er langt á veg komið og bæklingur mun væntanlega koma út snemma á nýju ári og verður þá sendur út til ykkar. Umsjón með verkefninu hefur verið í höndum Guðrúnar Ágústsdóttur, ráðgjafa hjá LEB
LEB hefur átt samstarf við Rauða krossinn um að finna fleiri sjálboðaliða en bréf þess efnis var sent út í vor og bindum við vornir við fleiri sjálboðaliðar fáist sem verða heimsóknarvinir og símavinir til að draga úr einangrun eldra fólks sem býr eitt og er einmana.Aftur viljum við hvetja alla eldri borgara til að sinna því að lesa með börnum, öllum ykkar barnabörnum og líka að gerast sjálfboðaliðar í skólum og sem víðast. Nýtt átak er hafið til að breyta stöðu barna og hjálpa þeim til að verða vel læs. Íslenskan er í hættu ef ungdómurinn verður betur læs á ensku en íslensku! Samkvæmt nýjustu könnunum er lesskilningur ekki nægur og verður að vinna markvisst að því hjálpa til, því orðaforði okkar kynslóðar má ekki fara forgörðum.Munið að líka (setja „like“) á Facebock síðu LEB. Sjá síðuna HÉR. Þar gefst gott tækifæri til að fylgjast með áhugaverðu efni sem snertir okkur öll. Mikil fjölgun hefur orðið á þeim sem líka við síðuna, því hún er orðin mjög öflug með yfir 1000 manns í tengingu. En hún tekur á móti fleiri vinum!Við höfum gagnrýnt ökuskírteinisaldurinn þar sem fólki komið yfir sjötugt er gert að síendurtaka umsóknir til að endurnýja ökuskírteyni. Víða, t.d. Danmörku, er verið að breyta þessum aldursskilyrðum þar sem fólk er frískara mun lengur nú, en áður var. Danir hafa breytt þessu og hækkað aldurinn verulega og fólk er ekki að endurnýja og endurnýja með ærnum tilkostnaði. Og nú hafa Færeyingar bæst í hópinn með Dönum. Málið verður áfram á dagskrá hjá okkur á næsta ári.Mjög margar nefndir eru starfandi þar sem LEB á fulltrúa og eru þær stærstu: Nefnd um málefni aldraðra, nefnd um framkvæmdasjóð aldraðra, Velferðarvaktin, Öldrunarráð Íslands, Ráðgjafanefnd Landspítalans.Nánar má lesa hverjir sitja í nefndum og ráðum af hálfu LEB HÉRNokkrir þættir af þáttaröðinni Lífið er lag á sjónvarpsstöðinni Hringbraut voru teknir upp í haust og áttum við aðild að nokkrum þeirra. Mjög vel tókst til með okkar fólk í viðtölum þar. Hafa þau mörg hver hlotið verðskuldaða athygli. Í þetta sinn var farið að okkar óskum um nýja viðmælendur og tókst það mjög vel.Félagakerfi sem ber heitið NORI hefur verið skoðað og gæti það gagnast vel flestum félögum innan LEB til að koma betra skipulagi á skráningu félagsmanna, fundi og námskeið. Kerfið býður upp á fjölbreytta möguleika fyrir félagasamtök eins og okkar. Þegar það mál verður komið á rekspöl verður það nánar kynnt fyrir ykkur.Undirbúingur að nýju LEB blaði er hafinn og komnar margar tillögur að efni til ritnefndar.Nýr starfsmaður er komin til starfa fyrir LEB. Viðar Eggertsson hóf störf í september sem skrifstofustóri LEB í hlutastarfi.Við munum ávallt standa vörð um málefni eldra fólks. Þórunn SveinbjörnsdóttirFormaður LEB – Landsambands eldri borgara.