Aðventuferð LEB til Heidelberg
Aðventuferð LEB til Heidelberg 28.11.-02.12. 2018
Á þessum árstíma eru margar þýzkar borgir baðaðar jólaljósum og jólastemmningin einstök. Fjöldi Þjóðverja dvelur löngum stundum á jólamörkuðum landsins þar til hátíðin sjálf gengur í garð.Jólamarkaður Heidelberg nær frá Bismarcktorgi þar sem gamli bærinn byrjar og breiðir úr sér á önnur torg gamla bæjarins(Altstadt). Litadýrð jólaljósanna í miðbænum og göngugötunni er eins og í ævintýri og einnig gefur að líta fallega skreytt jólahús þar sem hægt er að kaupa jólaskraut og handunna jólamuni. Glöggið, á þýsku Glühwein, er á sínum stað og ómissandi þáttur í jólastemmningunni.28.11. Flug FI520 kl 07:30 með Flugleiðum og komið til Frankfurt kl.12:00. Ekið til Heidelberg.Gist á vel staðsettu hóteli í miðbæ Heidelberg þar sem gist verður næstu fjórar nætur. Sameiginlegur kvöldveður.29.11. Stutt gönguferð um miðborg Heidelberg með leiðsögn. Frjáls dagur. Sameiginlegur kvöldverður.30.11. Farið í rútuferð til borgarinnar Speyer, sem er ein af elztu borgum Þýzkalands. Þar er m.a. að finna fallegan miðbæ, dómkirkju frá 11. öld, þar sem sumir þýzku keisaranna voru grafnir og skemmtilegan jólamarkað. Sameiginlegur kvöldverður.01.12. Frjáls dagur. Sameiginlegur kvöldverður.02.12. Heimferðardagur. Ekið frá Heidelberg til Frankfurt og flogið heim með FI 521 kl.13:05 til Keflavíkur og lent 15:35Verð á mann í tvíbýli 129.900.-Aukagjald vegna einsmannsherbergis 41.200.-Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, gisting í tveggjamanna herbergimeð morgunmat og kvöldverði, allur akstur samkvæmt lýsingu ogíslenzk fararstjórn.Verð miðast við gengi og forsendur 20.01. 2018 og 30 manna hóp. Bókið hjá:Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar ehf.Borgartún 34, 105 Reykjavík Sími: 511-1515, Fax: 511-1511Netfang: outgoing@gjtravel.is, veffang: www.gjtravel.is