Flutningur skrifstofu LEB
Skrifstofa Landssambands eldri borgara er að flytja frá Ármúla 6 að Stórhöfða 29, í hús fagfélaganna. Vegna flutninga verður skrifstofan lokuð þann 30. september nk. Opnum aftur á nýjum stað þann 1. október. Við hlökkum til að taka á móti gestum og gangandi á nýjum stað í mun hentugra húsnæði.