Upptaka af námskeiði TR: Allt um ellilífeyri – þetta þarf ekki að vera flókið
Upptaka af námskeiði TR 27. september síðastliðinn verður aðgengileg næstu fjórar til fimm vikur en hægt er að nálgast hana hér fyrir neðan.
Á námskeiðinu, sem var eingöngu í streymi á youtube rás TR, fjallaði Unnur Kristín Sigurgeirsdóttir verkefnastjóri ellilífeyris um umsóknarferlið og umgjörð ellilífeyrisgreiðslna hjá TR.
Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi, var gestafyrirlesari á námskeiðinu og fór yfir lífeyrissjóðina, ólíkar tegundir séreignarsparnaðar, skattamál, erfðamál, öryggi maka, undirbúning starfsloka og fleira.
Í lok upptökunnar svara þau Unnur og Björn nokkrum spurningum sem bárust. Fundarstjóri var Sigrún Jónsdóttir, sviðsstjóri samskiptasviðs.
Upptökuna er hægt að sjá HÉR