Fréttir úr starfsemi okkar
Ásdís Ólafsdóttir: Er eldra fólk óþarfi?
Ásdís Ólafsdóttir, varaformaður FEBRANG – Félag eldri borgara í Rangárvallasýslu:„Hver á þá að taka 4. vaktina!- Sækja í leikskólann.- Vera til staðar á Starfsdögum skólanna.- Skutla og sækja í tómstundir.- Baka afmæliskökuna.- Taka vaktina þegar börnin eru lasin og þurfa að vera heima."
Við eldri þvælumst ekki fyrir
Jón Ragnar Björnsson formaður Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu:„Aldursfordómar eru staðreynd. Eða eru það kannski frekar „byrði“ fordómar, þ.e. þegar fólk hættir á vinnumarkaðnum breytist það í byrði? Hverjir halda fordómum á lofti? Það eru afkomendur okkar, sem eðli málsins samkvæmt eru yngri en við og sem eðli málsins samkvæmt verða flestir eldra fólk einn góðan veðurdag!"
Er Gunnarshólmi staðurinn fyrir eldra fólk?
Þorbjörn Guðmundsson skrifar pistilinn.„Lífsgæðakjarnar eiga vera í góðum tengslum viðkomandi byggðarlag og þannig staðsettir að auðvelt sé að vera virkur þátttakandi í sínu samfélagi. Eldra fólk vill ekki vera geymsluvara utan alfaraleiðar."
Þjóðarsátt
Ásgerður Pálsdóttir formaður Félags eldri borgara Húnaþingi skrifar pistilinn:„Verðbólga og háir vextir hafa leikið eldra fólk grátt eins og aðra þjóðfélagsþegna. Eins og jafnan bitnar ástandið harkalegast á þeim sem minnst hafa milli handa......Hækkið frítekjumarkið, minnkið skerðingar til þeirra sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði og að ellilífeyrir verði ekki lægri en lægsti kauptaxti á vinnumarkaði. Þá verður fyrst hægt að tala um þjóðarsátt."
Er þjóðarsátt án eldri félagsmanna?
Þorbjörn Guðmundsson formaður kjaranefndar LEB:„Um 80.000 manns falla undir skilgreininguna 67 ára og eldri og öryrkjar. Að tala um þjóðarsátt án þess að þessi stóri hópur sé hafður með stendur tæplega undir nafni."
Við áramót. Fyrrverandi félagar í samfloti?
Helgi Pétursson formaður LEB skrifar pistilinn:„Sérstaka ánægju vekja viðbrögð forystu Alþýðusambands Íslands sem telja eðlilegt að verkalýðshreyfingin styðji baráttu sinna fyrrum félagsmanna sem flestir hafa tengst launþegahreyfingunni með einum eða öðrum hætti í meira en fimmtíu ár. Hugmyndir LEB falla vel að sameiginlegum áherslum aðila vinnumarkaðarins um breytingar á tilfærslukerfum."
Gleðilega hátíð!
Skrifstofa LEB er lokuð yfir hátíðirnar. Símtölum svarað virka daga milli jóla og nýárs kl. 09.00 – 12.00. Sími 567 7111. Einnig netbréfum. Netfang leb@leb.isOpnum aftur þriðjudaginn 2. janúar kl. 09.00 – 12.00.
LEB og U3A standa saman að fyrirlestraröð árið 2024
LEB hefur gert samning við U3A – Háskóla 3ja æviskeiðsins um aðgang að vikulegum áhugaverðum og skemmtilegum fyrirlestrum fyrir aðildarfélög LEB sem eru utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta er fyrirlestrarröð sem U3A heldur vikulega í Reykjavík 8 mánuði ársins (janúar – maí / september – nóvember). Samningurinn tekur gildi frá 1.janúar 2024.
Starfsgreinasambandið styður kröfur LEB!
Það hefur verið eitt helsta baráttumál LEB að verkalýðshreyfingin leggist á árarnar með LEB að bæta kjör eldra fólks, enda flest fyrrum félagar þeirra til áratuga. Nú hefur Starfsgreinasamband Íslands riðið á vaðið.
Nú er lag til að bæta hag eldra fólks með einföldum lagabreytingum
Þorbjörn Guðmundsson formaður kjaranefndar LEB skrifar pistilinn: „Reynslan segir okkur að endurskoðun almannatrygginga tekur langan tíma og því óásættanlegt að bíða með nauðsynlegar breytingar sem skipta marga lífeyristaka miklu máli og kalla ekki á flóknar breytingar fyrir löggjafann."
Eiga eldri borgarar að vera hornrekur?
Drífa Sigfúsdóttir varaformaður LEB:„Við höfum rætt við ráðherra, þingmenn, fulltrúa stéttarfélaga, stofnana og fjölmiðla, haldið fundi og ráðstefnur en árangurinn er ekki sjáanlegur. Við erum hópurinn sem vann langan vinnudag við að byggja upp gott samfélag sem yngra fólk fær að njóta í dag. Því finnst okkur þetta áhugaleysi óskiljanlegt! Hvað þarf til að hlustað sé á okkur? Við þurfum greinilega að vanda okkar val í næstu kosingum, því við bíðum ekki lengur."
Á ríkið að vera stærsti ellilífeyrisþeginn?
Ásgerður Pálsdóttir formaður Félags eldri borgara Húnaþingi skrifar pistilinn:„Það eru allmargir sem hafa ekkert sér til framfærslu af ýmsum ástæðum nema greiðslur frá almannatryggingum sem eru nú rúmar 315 þúsund á mánuði.Segjum nú svo að fólk hafi getað unnið sér inn einhver lífeyrisréttindi, þá verður ellilífeyrir frá TR skertur um 45% ef greiðsla frá lífeyrissjóði er meira en 25 þúsund krónur á mánuði. Ríkið tekur hitt til sín í formi skatta og skerðinga. Þetta er auðvitað alveg galið." - Ásgerður Pálsdóttir.
Ályktun málþings LEB 2. október 2023
Troðfullt var á málþingi LEB um kjaramál eldra fólks. 4.493 fylgdist með á streymi sem aðgengilegt var bæði á vef LEB og á visir.is en oft voru margir að horfa á streymi saman víða um land svo talan samtals er enn hærri.Tuttuggu manns steig á svið og flutti tölu eða tók þátt í pallborðum. Það voru stjórnmálamenn, sérfræðingar í kjörum eldra fólks, forystufólk verkalýðshreyfingarinnar og fjöldi eldri borgara. Auk þess birtist eldra fólk á myndböndum sem sagði skoðun sína.Í lokin var samþykkt einum rómi eftirfarandi ályktun:
UPPTAKA á málþingi LEB: Við bíðum... EKKI LENGUR!
LEB stendur fyrir málþingi um kjör eldra fólks mánudaginn 2. október kl. 13.00 – 16.00 á Hilton Reykjavík Nordica. Ókeypis aðgangur og öllum opið meðan húsrúm leyfir.Málþinginu verður streymt á vef LEB www.leb.is og www.visir.is. smellið á "Lesa meira" til að komast inn á streymi...
Viðar Eggertsson: Þetta er fólkið sem reisti Ísland úr örbirgð til allsnægta
„Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá“, segir í ljóði Davíðs Stefánssonar. Það má með sanni segja um elsta hluta íslensku þjóðarinnar. Eftirlaunafólkið sem er rúmlega 50 þúsund, segir Viðar Eggertsson m.a. í pistli sínum.
Freyja hlýtur námsstyrk frá Styrktarsjóði aldraðra
Bæði Freyja Hilmarsdóttir íþróttafræðingur og stjórn LEB telja að rannsóknarefni hennar geti skilað aukinni þekkingu á sviði heilsuþjálfunar eldri borgara og í framhaldi af því væntanlega elft aukin lífsgæði hjá eldra fólki.