Fréttir úr starfsemi okkar
Samstarfsverkefni ÍSÍ og LEB: Heilsuefling eldra fólks
Meginmarkmiðið verkefnisins er að innleiða með markvissum hætti heilsueflingu til framtíðar sem felur í sér skipulagða þjálfun og aukið heilsulæsi aldraðra m.t.t. hreyfingar, næringar og annarra þátta sem skipta sköpum fyrir heilsu og líðan.
Forseti ASÍ stígur inn í umræðuna um eldri borgara
Drífa Snædal forseti ASÍ gerir að umtalsefni í nýlegum pistli sínum umræðuna um hækkun ellilífeyrisaldurs. Það sem einkum vekur athygli er að forseti ASÍ opnar á að kjör eftirlaunafólks verði hluti af væntanlegum kjaraviðræðum. Vissulega yrði það mikilsverður áfangi ef það verður.
Leiguíbúðir fyrir félagsmenn FEB
Árið 2018 gerðist FEB stofnaðili að Leigufélagi aldraðra - LA.LA fékk úthlutað lóðum við Vatnsholt í Reykjavík árið 2018. Þann 17. mars 2021 var tekin fyrsta skóflustungan og síðan hefur verið unnið að byggingu íbúðanna. Um er að ræða samtals 51 tveggja og þriggja herbergja leiguíbúðir sem væntanlega verða afhendar síðar á þessu ári.
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Þorbjörn Guðmundsson, formaður kjaranefndar Landssambands eldri borgara, segir að fjárlög fyrir árið 2022 og fjármálastefna ríkisstjórnarinnar bendi til að eldra fólk verði áfram að bíða eftir réttlætinu.
Hvatning til eldra fólks á Akureyri
Hallgrímur Gíslason formaður EBAK hvetur eldra fólk til dáða: „Við megum ekki láta tækifærið ganga okkur úr greipum, það er nefnilega fyrir löngu komin röðin að okkur þegar kemur að forgangsröðun fjármála hjá bæjaryfirvöldum."
Skrifstofan lokuð vegna samkomutakmarkana
Tímabundin lokun vegna Covid.Við höldum að sjálfsögðu áfram að þjónusta ykkur í gegnum síma og netpóst.Við svörum síma 567 7111 alla virka daga kl. 9.00 - 12.00 og gegnum netfangið leb@leb.is
Gleðilegt ár aðgerða
„Það kom í ljós við yfirferð okkar með stjórnmálafólki, fagfólki og sveitarstjórnarfólki að um þetta eru allir sammála. Og hafa lengið verið. - Allir. - Það bara gerist ekki neitt."
Hærri niðurgreiðslur á tannlækningum og fleira jákvætt
Nokkrar jákvæðar breytingar fyrir eldri borgara tóku gildi nú um áramótin.Þar má helst nefna aukna greiðsluþátttöku ríkisins vegna tannlækninga eldra fólks, úr 57% í 63% sem mun nýtast flestöllum eldri borgurum.
Umsögn LEB um frumvarp til fjárlaga 2022
Ellilífeyrir hækki samkvæmt lögum.Ellilífeyrir hækki um sömu upphæð og almenn launAlmennt frítekjumark verði hækkaðRekstur hjúkrunarheimila verði tryggðurFramkvæmdasjóði aldraðra verði ekki veitt bráðbirgaðaleyfi til að taka þátt í rekstri
„Ekkert talað um hækkun lífeyris til samræmis við lægstu laun”
„Biðin eftir réttlætinu lengist”, segir Helgi Pétursson formaður Landssambands eldri borgara um það sem fram kemur í stjórnarsáttmálanum nýja, um stöðu eldri borgara.
Viltu láta gott af þér leiða?
Stutt símaspjall getur rofið einmanaleika og fært gleði og vellíðan inn í daginn.Þar sem sími er notaður þá eru fjarlægðir ekki hindrun og því auðvelt að eignast vini allt í kringum landið. Sjálfboðaliði á Ísafirði getur t.d. hringt í símavin á Egilsstöðum.
„Þetta er alveg út úr kú“
Árskort fyrir eldra fólk í Strætó hefur hækkað úr 25 þúsund krónum í 40 þúsund krónur, eða um 60%. Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, mótmælir harðlega þessari hækkun.
Deilt um það í Héraðsdómi hvort skerðingar standast stjórnarskrá
Aðalmeðferðin tók um fjórar klukkustundir. Fyrsta talaði lögmaður stefnenda, Flóki Ásgeirsson og síðan tók Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður til varna. Farið var vítt og breitt yfir lögin sem gilda um almannatryggingar í landinu, ýmsa dóma og ákvæði stjórnarskrárinnar sem einnig koma við sögu í málinu.
Útifundur Gráa hersins á Austurvelli 29. október kl. 14.00
Grái herinn boðar til útifundar í tilefni af því að aðalmálflutningur þriggja félaga Gráa hersins gegn Tryggingastofnun f.h. íslenska ríkisins vegna skerðinga stofnunarinnar á ellilífeyri og heimilisuppbót á móti greiðslum frá lífeyrissjóðum fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur kl. 9.15 að morgni sama dags.
Landreisa Helga byrjuð
Helgi Pétursson hét því þegar hann var kjörinn formaður LEB að heimsækja öll félögin 55 innan LEB við fyrsta tækifæri.Það má með sanni segja að hann sé þegar farinn að efna það loforð.