Fréttir úr starfsemi okkar

Fréttir Fréttir

Kennslubæklingar fyrir spjaldtölvur aðgengilegir líka á netinu

Kennslubæklingar fyrir spjaldtölvur frá LEB, eru nú aðgengilegir endurgjaldslaust á vef LEB undir flipanum Hagnýt upplýsingarit á forsíðu vefsins. Þar eru þeir bæði í sérstökum lesham og á pdf formi.Áfram verður hægt að fá kennslubæklingana á pappír og panta hjá skrifstofu LEB. Þá hefur LEB einnig til sölu fjölnota tauburðarpoka með áprentuninni: Afi og amma redda málunum.

Read More
Fréttir Fréttir

„Afi og amma redda málunum"

Formaður LEB, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, átti fund með umhverfisráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, í umhverfisráðuneytinu. Við það tækifæri afhenti hún ráðherranum fjölnota tauburðarpoka sem LEB hefur látið framleiða með árituninni Afi og amma redda málunum. Fundurinn var ekki síst táknrænn vegna þess að nú hafa tekið gildi ný lög sem banna afhendingu plastburðarpoka.

Read More
Fréttir Fréttir

Verðum sjálf að berjast fyrir kjörum okkar

„Það berst enginn fyrir hagsmunum eldra fólks ef það gerir það ekki sjálft. Þetta gildir um alla baráttu „minnihlutahópa“ bæði fyrr og síðar. Blökumenn urðu að berjast fyrir sínum rétti, konur, samkynhneigðir og þannig mætti lengi áfram telja. Það er ekkert öðruvísi með eftirlaunafólk.  Á næstu tíu árum mun fjölga í  þeirra hópi um ca. 20.000. Það er mikilvægt fyrir okkur að reyna að hafa áhrif á það líf sem okkur verður búið í ellinni."

Read More
Fréttir Fréttir

Stjórn og kjaranefnd LEB álykta um kjör eldri borgara

Stjórn LEB mótmælir harðlega að ellilífeyri hækki aðeins um 3.6% í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2021.Það er skýlaus krafa LEB að ellilífeyrir hækki um 15.750 kr. vegna ársins 2021 eins og aðrir fá.Eldri borgarar hafa ekki samningsrétt og verða að treysta að Alþingi fari að lögum við ákvörðun um hækkun ellilífeyris og tryggi sambærilegar hækkanir.

Read More
Fréttir Fréttir

Tími til að þakka

Alla 365 daga ársins ganga þúsundir heilbrigðisstarfsmanna til vinnu sinnar við umönnun og lækningu þeirra sem á þurfa að halda. Þetta eru krefjandi störf þegar best lætur, vaktir þar sem allur sólarhringurinn er undir, virka daga og helga. Skjólstæðingar og fjölskyldur eru oft á erfiðasta tíma í lífi sínu. Hér er teflt um heilsu og vanlíðan, líf og dauða. Og þetta er þegar best lætur.

Read More
Fréttir Fréttir

Hvað er að gerast hjá TR?

Í úttektinni er bent á hvað núgildandi lög um lífeyri eru ógagnsæ og erfið til að vinna eftir. Er sú niðurstaða alveg í þeim anda sem við hjá Landsambandi eldri borgara höfum bent á. Lögin frá 2017 áttu að vera til einföldunar, en gera það ekki. Þau eru vandræði.

Read More
Fréttir Fréttir

Ályktun LEB vegna fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar

„Sú kjaragliðnun eftirlauna almannatrygginga miðað við almenna launaþróun lægstu launa á vinnumarkaði frá árinu 2017 er gríðarleg og þýðir að sú kjarahækkun sem sett var inn með nýjum lögum um almannatryggingar þá, hefur nú gufað upp.Eldra fólk sem er með minnstu tekjurnar lifir sannarlega í fátækt og sumir í sárafátækt sem er engan veginn ásættanlegt."

Read More
Fréttir Fréttir

„Öldungaráðin liður í að veita öldruðum bestu þjónustu sem völ er á"

„Val sveitarfélaga á fulltrúum í ráðið hefur mikið að segja en þeir skulu hafa þekkingu og reynslu á sviði öldrunarmála. Svo virðist sem það sé ekki uppfyllt í öllum tilvikum. Það virðist einnig sem eldri borgarar þekki ekki endilega mikið til öldungaráðanna og því er ástæða til að auka sýnileika þeirra í sveitarfélögunum þannig að aldraðir viti fyrir hvað þau standa."

Read More
Fréttir Fréttir

LEB hefur sett vinnu gegn einmanaleika og félagslegri einangrun eldra fólks í ákveðinn forgang. Þetta verður viðfangsefni málþingsins 17. september. Setning er kl. 13.30 og lýkur málþinginu fyrir kl. 17.00. LEB hefur leitað eftir samstarfi við ýmsa aðila. Fulltrúar nokkurra þessara samstarfsaðila munu flytja erindi. 

Read More
Fréttir Fréttir

Efst á baugi hjá LEB í haust

Nú rignir inn dagskrám hjá félögum eldri borgara þar sem þau hafa tekið sóttvarnarreglur almannavarna og sett sitt kerfi eftir þeim, miðað við aðstæður á hverjum og einum stað. Vissulega er allt stirðara, en nauðsynlegt að gera það sem hægt er til að lífið haldi áfram okkur öllum til eflingar.

Read More