Fréttir úr starfsemi okkar
Efst á baugi hjá LEB. Fréttabréf formanns janúar 2021
Á nýju ári er af mörgu að taka sem unnið er að hjá LEB. Hér er stiklað á því helsta.
Kennslubæklingar fyrir spjaldtölvur aðgengilegir líka á netinu
Kennslubæklingar fyrir spjaldtölvur frá LEB, eru nú aðgengilegir endurgjaldslaust á vef LEB undir flipanum Hagnýt upplýsingarit á forsíðu vefsins. Þar eru þeir bæði í sérstökum lesham og á pdf formi.Áfram verður hægt að fá kennslubæklingana á pappír og panta hjá skrifstofu LEB. Þá hefur LEB einnig til sölu fjölnota tauburðarpoka með áprentuninni: Afi og amma redda málunum.
„Afi og amma redda málunum"
Formaður LEB, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, átti fund með umhverfisráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, í umhverfisráðuneytinu. Við það tækifæri afhenti hún ráðherranum fjölnota tauburðarpoka sem LEB hefur látið framleiða með árituninni Afi og amma redda málunum. Fundurinn var ekki síst táknrænn vegna þess að nú hafa tekið gildi ný lög sem banna afhendingu plastburðarpoka.
Verðum sjálf að berjast fyrir kjörum okkar
„Það berst enginn fyrir hagsmunum eldra fólks ef það gerir það ekki sjálft. Þetta gildir um alla baráttu „minnihlutahópa“ bæði fyrr og síðar. Blökumenn urðu að berjast fyrir sínum rétti, konur, samkynhneigðir og þannig mætti lengi áfram telja. Það er ekkert öðruvísi með eftirlaunafólk. Á næstu tíu árum mun fjölga í þeirra hópi um ca. 20.000. Það er mikilvægt fyrir okkur að reyna að hafa áhrif á það líf sem okkur verður búið í ellinni."
LEB hefur flutt aðsetur sitt að Ármúla 6, 108 Reykjavík
LEB hefur alla tíð verið leigutaki og hefur átt aðsetur sitt á ýmsum stöðum frá því það var stofnað 1989. LEB hefur t.d. verið að Suðurlandsbraut 20, Borgartúni 20, Langholtsvegi 111, Sigtúni 42 og nú frá 1. janúar 2021: Ármúla 6, 1. hæð, 108 Reykjavík.
Hið undarlega ár 2020. Formaður LEB með hugleiðingu
„Fólk hefur haft næði til að hugsa inn á við og sá miki fjársjóður sem býr í hverju mannsbarni varð skýrari. Samkennd jókst. Velvilji óx. Mín tilfinning er að auðvelt sé að sá góðum fræjum í þann jarðveg sem hefur skapast."
Jólakveðja frá stjórn LEB og jólahvatning formanns
Stjórn LEB – Landssambands eldri borgara sendir landsmönnum öllum hugheilar jólakveðjur með ósk um árangursríkt nýtt baráttuár fyrir eldri borgara þessa lands!
Stjórn og kjaranefnd LEB álykta um kjör eldri borgara
Stjórn LEB mótmælir harðlega að ellilífeyri hækki aðeins um 3.6% í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2021.Það er skýlaus krafa LEB að ellilífeyrir hækki um 15.750 kr. vegna ársins 2021 eins og aðrir fá.Eldri borgarar hafa ekki samningsrétt og verða að treysta að Alþingi fari að lögum við ákvörðun um hækkun ellilífeyris og tryggi sambærilegar hækkanir.
Fleiri úrræði í boði ef milljarða sjóður aldraðra hefði verið rétt nýttur
„Við værum löngu löngu búin að byggja þessi hjúkrunarheimili ef Framkvæmdasjóður aldraðra sem til þess er ætlaður, hefði ekki verið nýttur í annað,“ segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður LEB
„Við verðum að berjast, verðum að halda áfram.“
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, minnti eldri borgara á að hreyfa sig og huga að heilsunni og góðri næringu á upplýsingafundi Almannavarna
Tími til að þakka
Alla 365 daga ársins ganga þúsundir heilbrigðisstarfsmanna til vinnu sinnar við umönnun og lækningu þeirra sem á þurfa að halda. Þetta eru krefjandi störf þegar best lætur, vaktir þar sem allur sólarhringurinn er undir, virka daga og helga. Skjólstæðingar og fjölskyldur eru oft á erfiðasta tíma í lífi sínu. Hér er teflt um heilsu og vanlíðan, líf og dauða. Og þetta er þegar best lætur.
„Það ætti að vera valkostur að vinna lengur"
Í dóm Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að í kjarasamningum grunnskólakennara standi að þeir eigi að hætta að vinna þegar þeir verða 70 ára. Sú regla gangi ef til vill of langt en það þurfi að skoða betur.
Hvað er að gerast hjá TR?
Í úttektinni er bent á hvað núgildandi lög um lífeyri eru ógagnsæ og erfið til að vinna eftir. Er sú niðurstaða alveg í þeim anda sem við hjá Landsambandi eldri borgara höfum bent á. Lögin frá 2017 áttu að vera til einföldunar, en gera það ekki. Þau eru vandræði.
Kennslubæklingar fyrir spjaldtölvur og fjölnota taupokar LEB
Nú er hægt að festa kaup á kennslubæklingum fyrir spjaldtölvur frá LEB. Fyrir Ipad annars vegar og Android stýrikerfi hins vegar.Þá hefur LEB einnig til sölu fallega fjölnota taupoka úr bómull með áprentuninni: Afi og amma redda málunum.
Ályktun LEB vegna fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar
„Sú kjaragliðnun eftirlauna almannatrygginga miðað við almenna launaþróun lægstu launa á vinnumarkaði frá árinu 2017 er gríðarleg og þýðir að sú kjarahækkun sem sett var inn með nýjum lögum um almannatryggingar þá, hefur nú gufað upp.Eldra fólk sem er með minnstu tekjurnar lifir sannarlega í fátækt og sumir í sárafátækt sem er engan veginn ásættanlegt."
Dæmi um að eldri borgarar hafi lokað sig inni í lengri tíma vegna Covid
Dæmi eru um að eldri borgarar hafi lokað sig inni vikum og jafnvel mánuðum saman af ótta við kórónuveirufaraldurinn. Formaður Landssambands eldri borgara lýsir yfir áhyggjum af stöðunni og hefur hrundið af stað átaki til að hvetja fólk til hreyfingar og samskipta.
„Öldungaráðin liður í að veita öldruðum bestu þjónustu sem völ er á"
„Val sveitarfélaga á fulltrúum í ráðið hefur mikið að segja en þeir skulu hafa þekkingu og reynslu á sviði öldrunarmála. Svo virðist sem það sé ekki uppfyllt í öllum tilvikum. Það virðist einnig sem eldri borgarar þekki ekki endilega mikið til öldungaráðanna og því er ástæða til að auka sýnileika þeirra í sveitarfélögunum þannig að aldraðir viti fyrir hvað þau standa."
LEB hefur sett vinnu gegn einmanaleika og félagslegri einangrun eldra fólks í ákveðinn forgang. Þetta verður viðfangsefni málþingsins 17. september. Setning er kl. 13.30 og lýkur málþinginu fyrir kl. 17.00. LEB hefur leitað eftir samstarfi við ýmsa aðila. Fulltrúar nokkurra þessara samstarfsaðila munu flytja erindi.
Efst á baugi hjá LEB í haust
Nú rignir inn dagskrám hjá félögum eldri borgara þar sem þau hafa tekið sóttvarnarreglur almannavarna og sett sitt kerfi eftir þeim, miðað við aðstæður á hverjum og einum stað. Vissulega er allt stirðara, en nauðsynlegt að gera það sem hægt er til að lífið haldi áfram okkur öllum til eflingar.