Fréttir úr starfsemi okkar
Efst á baugi hjá LEB í haust
Nú rignir inn dagskrám hjá félögum eldri borgara þar sem þau hafa tekið sóttvarnarreglur almannavarna og sett sitt kerfi eftir þeim, miðað við aðstæður á hverjum og einum stað. Vissulega er allt stirðara, en nauðsynlegt að gera það sem hægt er til að lífið haldi áfram okkur öllum til eflingar.
Viltu gerast fjar-sjálfboðaliði? Rauði krossinn óskar eftir símavinum
Stutt samtal getur skipt sköpum í lífi fólks en um er að ræða vinaspjall í allt að hálftíma í senn, tvisvar í viku, á tíma sem báðum aðilum hentar.
Annar hluti veirunnar og hvað svo?
Mikilvægt er að minna á spjaldtölvukennslu og kennslubæklinga sem voru unnir á vegum LEB til að efla tölvufærni eldra fólks. Nú er sérstök þörf á að efla færni þeirra sem hafa misst af rafrænu breytingunni, s.s. að geta sótt um allt mögulegt á netinu, skilað gögnum eða farið í netbanka. Þetta eflir sjálfstæði eldra fólks auk þess sem samskipti við hina nánustu eflast.
Heilsa eldri borgara hrakaði í síðasta heimsóknarbanni
Formaður LEB - Landssambands eldri borgara vill skoða fleiri möguleika til að leyfa fólki að hittast. Heilsa fólks á hjúkrunarheimilunum hrakaði mjög í síðasta heimsóknarbanni og þekktu Alzheimers sjúklingar ekki jafnvel ekki sína nánustu ættingja.
Þrátt fyrir öflugt starf gengur hægt í baráttunni
Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður LEB skrifaði eftirfarandi grein sem leiðara fyrir LEB blaðið 2020, sem kom út í tengslum við Landsfund LEB sem haldinn var í Súlnasal Hótels Sögu, þriðjudaginn 30. júní sl.
Skrifstofa LEB lokuð vegna sumarleyfa 23. júlí - 4. ágúst
Skrifstofa LEB lokuð vegna sumarleyfa frá fimmtudeginum 23. júlí til og með þriðjudeginum 4. ágúst. Ef erindið er brýnt skrifið þá póst á netfangið leb@leb.is - Gleðilegt sumar!
Eiga eldri borgarar að stofna stjórnmálahreyfingu?
„Mér fannst eins og það væri takmarkaður áhugi hjá stjórnvöldum að bæta kjör eldri borgara“, segir Haukur Halldórsson varaformaður LEB. „Síðan þufum við sjálf að vera sammála um hvað við setjum í forgang“ segir hann og bendir á að sú hafi ekki alltaf verið raunin. „Stjórnmálaflokkar óttast ekki eldri borgara, það er vandinn“ , segir Þorbjörn Guðmundsson varamaður í stjórn LEB.
Eliza Reid sló í gegn á Landsfundi LEB 2020
„Eruð þið að hlæja að mér af því ég er að tala við ömmu mína?"Já, sagði þá einn úr hópnum, við héldum að þetta væri eitthvert „deit“. En vinur þeirra átti síðasta orðið:„Hún amma mín sem er 86 ára er miklu merkilegri en hvaða „deit“ sem er!"