Fréttir úr starfsemi okkar
Fræðslumyndband fyrir þá sem eru að hefja töku ellilífeyris
Ertu að fara að ljúka störfum? Ertu ekki með á hreinu réttindi þín gagnvart Tryggingastofnun?Hér er farið yfir hvernig sótt er um, hverjir eiga rétt, hvaða réttindi eru í boði og hvaða leiðir geta hentað. Þá er farið yfir mikilvægi þess að skila inn réttri tekjuáætlun og það hvernig tekjur hafa áhrif á ellilífeyri frá TR.
Landsfundur LEB - Samþykktar ályktanir og tillögur
Landsfundinn sóttu 129 fulltrúar frá 38 félögum víðs vegar að á landinu. Dagskrá fundarins var viðamikil og ræddi fólk um hin ýmsu álitamál er varðar hag eldra fólks, bæði í málefnahópum sem og á sameiginlegum fundi.
Þurfum að hugsa kerfið uppá nýtt
„Við horfum á skerðingarnar í almannatryggingakerfinu og nú hefur í fyrsta sinn komið fram hvaða upphæðir það eru, sem málið snýst um. Þessar skerðingar, það sem tekið er af eldra fólki eru 45 milljarðar króna á ári."
Helgi Pé orðinn formaður Landssambands eldri borgara
„Helgi sagðist vilja efla Landssambandið enn frekar á næstu árum og efla upplýsingaflæði til muna. Hann boðaði aðgerðir á næstunni, þar sem minnt yrði á stöðu eldra fólks."
Landsfundur LEB 2021 - Upplýsingar, dagskrá, fundargögn o.fl.
Landsfundurinn verður haldinn á Hótel Selfossi, miðvikudaginn 26. maí frá kl. 10.00 og er eingöngu fyrir kjörfulltrúa aðildarfélaga LEB.
Vanvirðing við eldra fólk
„Aldursfordómar eiga ekki að vera til. LEB telur það mannréttindabrot að hafna fólki vegna aldurs.“
Eldra fólk vill hafa áhrif á eigið líf
Fylking fulltrúa eldri borgara fundar þessa dagana með stjórnmálaflokkum og aðilum vinnumarkaðarins um áherslur eldri borgara vegna komandi alþingiskosninga
Lærðu að nýta tölvuna betur - ókeypis!
Nú er í gangi sérstakt tilboð frá Netkynning.is:Öll námskeiðin eru gjaldrfráls um óákveðinn tíma svo eftir hverju ertu að bíða?