Fréttir úr starfsemi okkar
Eldra fólk er varkárt að upplagi
Fólk er hvatt til að hringja í síma 1700 ef það telur sig hugsanlega vera smitað af COVID-19 veirunni. Ekki leita beint á sjúkrahús eða heilsugæslustöðvar.Lestu um frekari leiðbeiningar með að smella á Lesa meira.
Eiga ekki allir að vera með í samfélaginu?
„Það vantar mikið upp á í aðgengismálum og virðing gagnvart þeim sem þurfa hjálp er allavega allt of lítil. Mjög margir sem búa einir og eiga erfitt með gang veigra sér við að fara í búðir og versla inn sjálfir. Einnig að njóta menningar, fara í leikhús og njóta tónleika er ekki efst á lista. Heimsóknarvinir, vinir og eða ættingjar, hjálpa oft í slíkum tilvikum, en margt má læra af öðrum þjóðum."
Lykill að vellíðan: Svefn - Næring - Hreyfing
„Megin ráðleggingin er að fullorðnir stundi miðlungserfiða eða erfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega. Heildartímanum má skipta í styttri tímabil yfir daginn."
Verkefni LEB „Umbúðalausir eldri borgarar" hlýtur styrk
Umhverfisráðherra veitti styrki til frjálsra félagasamtaka sem inna af hendi afar mikilvægt starf í þágu umhverfisins og náttúruverndar. Meðal þeirra sem fengu styrk var LEB – Landssamband eldri borgara fyrir ákaflega spennandi verkefni sem ber heitið „Umbúðalausir eldri borgarar“
„Heilinn hættir ekki að starfa þó við verðum sjötug“
„Það er úrelt að segja starfsfólki upp eingöngu vegna aldurs og tíðkist ekki lengur í öðrum Evrópulöndum. Þar hafi málaferli yfirleitt unnist á grundvelli mannréttinda."