Skrifstofan lokuð vegna samkomutakmarkana
Tímabundin lokun vegna Covid.Við höldum að sjálfsögðu áfram að þjónusta ykkur í gegnum síma og netpóst.Við svörum síma 567 7111 alla virka daga kl. 9.00 - 12.00 og gegnum netfangið leb@leb.is
Gleðilegt ár aðgerða
„Það kom í ljós við yfirferð okkar með stjórnmálafólki, fagfólki og sveitarstjórnarfólki að um þetta eru allir sammála. Og hafa lengið verið. - Allir. - Það bara gerist ekki neitt."
Hærri niðurgreiðslur á tannlækningum og fleira jákvætt
Nokkrar jákvæðar breytingar fyrir eldri borgara tóku gildi nú um áramótin.Þar má helst nefna aukna greiðsluþátttöku ríkisins vegna tannlækninga eldra fólks, úr 57% í 63% sem mun nýtast flestöllum eldri borgurum.
Umsögn LEB um frumvarp til fjárlaga 2022
Ellilífeyrir hækki samkvæmt lögum.Ellilífeyrir hækki um sömu upphæð og almenn launAlmennt frítekjumark verði hækkaðRekstur hjúkrunarheimila verði tryggðurFramkvæmdasjóði aldraðra verði ekki veitt bráðbirgaðaleyfi til að taka þátt í rekstri
„Ekkert talað um hækkun lífeyris til samræmis við lægstu laun”
„Biðin eftir réttlætinu lengist”, segir Helgi Pétursson formaður Landssambands eldri borgara um það sem fram kemur í stjórnarsáttmálanum nýja, um stöðu eldri borgara.
Viltu láta gott af þér leiða?
Stutt símaspjall getur rofið einmanaleika og fært gleði og vellíðan inn í daginn.Þar sem sími er notaður þá eru fjarlægðir ekki hindrun og því auðvelt að eignast vini allt í kringum landið. Sjálfboðaliði á Ísafirði getur t.d. hringt í símavin á Egilsstöðum.
„Þetta er alveg út úr kú“
Árskort fyrir eldra fólk í Strætó hefur hækkað úr 25 þúsund krónum í 40 þúsund krónur, eða um 60%. Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, mótmælir harðlega þessari hækkun.