Fréttir úr starfsemi okkar
Gott að eldast: Upplýsinga- og ráðgjafaþjónusta fyrir fólk með heilabilun og aðstandendur þess
„Það á að vera gott að eldast á Íslandi og stjórnvöld hafa nú tekið utan um þjónustu eldra fólks með nýjum hætti. Aðgerðirnar sem við munum ráðast í eru fjölmargar og það er frábært að sjá nýju upplýsinga- og ráðgjafaþjónustuna verða að veruleika,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Ásgerður Pálsdóttir Húnaþingi: Virði en ekki byrði
Pistill eftir Ásgerði Pálsdóttur, formann Félags eldri borgara í Húnaþingi og varamann í stjórn LEB.„Svo ættu menn að muna að eldri kynslóðin byggði upp samfélagið sem við búum í. Það getur ekki verið ósanngjörn krafa að þeir sem hafa lágan lífeyri setji hann ekki að mestu í til að fjármagna rekstur samfélagsins, heldur geti lifað með reisn og notið ævikvöldsins."
Fréttabréf formanns LEB, júní 2023
Aðgengilegir tenglar á glærur um Öldungaráð og Gott að eldast, upptaka af síðasta Landsfundi LEB og slóð á Mælaborð Eldra fólk er virði en ekki byrði m.a.
Eldri borgarar skila meira til samfélagsins en þeir kosta
Virði en ekki byrði er yfirskrift greiningar á tekjum og skattgreiðslum eldra fólks á Íslandi en þar kemur fram að á árunum 2006 til 2021 hafa útsvarstekjur þeirra sem eru 67 ára og eldri fimmfaldast.
Ályktanir Landsfundar LEB 2023 um kjaramál og húsnæðismál
Kjaramál ásamt húsnæðismálum voru sett á oddinn á nýafstaðnum landsfundi LEB.
Ræða Helga Péturssonar á mótmælafundinum Rísum upp!
„Ráðherra hefur sagt við mig: Helgi – Þú verður að átta þig á því að það er fullt af eldra fólk sem hefur það bara gott... Og ég hef svarað: EN EKKI HVAÐ? Eigum við að hafa það skítt? Eftir 40 til 50 ár á vinnumarkaði, - eigum við þá rétt að skrimta? Eða vera fyrir neðan öll mörk, sem því miður er reyndin."
Helgi Pétursson, formaður LEB - Landssambands eldri borgara verður meðal ræðumanna á mótmælafundinum Rísum upp! á Austurvelli.
Upptaka af Landsfundi LEB 9. maí 2023
Landsfundi LEB var streymt beint frá Borgarnesi þar sem hann fór fram. Til að sjá streymið/ upptökuna þá smellið á „LESA MEIRA"!
Fundargögn Landsfundar LEB 2023
Landsfundurinn verður haldinn í Hjálmakletti í Borgarnesi sem er í Menntaborgum, húsi Menntaskóla Borgarfjarðar, þriðjudaginn 9. maí nk.Hér má lesa dagskrá og tillögur...
Íslenska ellilífeyriskerfið – Nútíðin og framtíðin. Seinni grein eftir Jósef Gunnar Sigþórsson
Höfundur segir að íslenska ellilífeyriskerfið sé samfélagslega mikilvægt og komi að lífi svo margra að það verði einfaldlega að ná fram sátt um það. Til þess þurfi að samræma einstaklingsbundin og eignarréttarleg sjónarhorn annars vegar og hagsmuni hins opinbera hins vegar með lausn sem fléttar saman hagsmunum einstaklinga og heildar með viðunandi hætti.
Íslenska ellilífeyriskerfið – Fyrirheitin og efndirnar. Fyrri grein eftir Jósef Gunnar Sigþórsson
Jósef Gunnar Sigþórsson segir að margir sem greitt hafa í lífeyrissjóði í áratugi telji sig svikna þegar kemur að starfslokum og töku ellilífeyris. Skerðingin vegna tekjutengingarinnar, eða að minnsta kosti umfang hennar, komi fólki í opna skjöldu – og hafi kerfið ekki uppfyllt þau fyrirheit sem gefin voru í upphafi.
Málum þriggja liðsmanna Gráa hersins vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu
Ákveðið hefur verið að áfrýja dómi Hæstaréttar Íslands frá 2. nóvember 2022 í málum þriggja liðsmanna Gráa hersins til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í Strasbourg og hafa málin þegar verið send dómstólnum.
„Greiðslufyrirkomulag hjúkrunarheimila er úrelt“
„Þegar fólk flyst á hjúkrunarheimili ætti greiðslufyrirkomulag að vera með þeim hætti að einstaklingurinn greiði leigu, matarkostnað, lyf og þá þjónustu sem hann fær, en ekki er öll sú þjónusta gjaldskyld, svo sem heilbrigðis- þjónustan. Íbúar hjúkrunarheimila eiga ekki að þurfa að missa réttindi sem aðrir samfélagsþegnar hafa, eins og nú er", segir Sigríður Jónsdóttir félagsfræðingur m.a. í fróðlegu viðtali.
Upptaka af Málþingi um millistigið í búsetu eldra fólks
Öldrunarráð Íslands hélt málþing um millistigið í búsetu eldra fólks í Laugarásbíói fimmtudaginn 16.febrúar sl.Smellið á LESA MEIRA til að finna slóð á upptöku af málþinginu!
Er íslenska velferðakerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Þorbjörn Guðmundsson formaður kjaranefndar LEB - Landssambands eldri borgara segir að endurmeta þurfi leiðir og baráttuaðferðir til að tryggja velferð og kjör eldri borgara í íslensku samfélagi.
Verður gott að eldast?
Helgi Pétursson formaður LEB hugleiðir um áramót og fjallar um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk.„Verður eitthvað úr þessu? Von að spurt sé. Það liggja fyrir fjölmargar skýrslur og álitsgerðir um málefni eldra fólks sem flestar rykfalla í skúffum.“
Vinna að heilsueflingu og auknu heilsulæsi fyrir 60 ára og eldri
„Starf okkar felst í því að aðstoða áhugasöm sveitarfélög um land allt við að innleiða með markvissum hætti heilsueflingu eldra fólks til framtíðar sem felur í sér skipulagða þjálfun og aukið heilsulæsi en Bjartur lífsstíl er samstarfsverkefni ÍSÍ og LEB sem styrkt er af Félags- og vinnumarkaðsmálaráðuneytinu."
Eldra fólk er ódýrt vinnuafl
Fyrirtæki og stofnanir sleppa við að greiða 11,5 % af launum þeirra í lífeyrissjóðina, og má því segja að eldra fólk sé ódýr vinnukraftur. Launþegarnir fá hinsvegar ekkert aukalega í sinn vasa.
Kjaramál eldri borgara verði ekki skilin eftir í tómarúmi
„Tölulegar staðreyndir sýna að helmingur þeirra sem er kominn á eftirlaun er með tekjur undir meðallaunum í landinu og hefur það bara ekki gott. Þetta eru allt félagsmenn stéttarfélaganna og þess vegna lít ég svo á að hlutverki félaganna í að tryggja fólki góð eftirlaun, sé ekki lokið.“, segir Þorbjörn Guðmundsson formaður Kjaranefndar LEB
Miklar skerðingar og skattar gera virkni lífeyriskerfisins að skrípaleik
Afleiðing af því að ríkið hefur beitt ofurskerðingum í almannatryggingakerfinu er meðal annars sú að að útgjöld hins opinbera til ellilífeyrisgreiðslna í almannatryggingakerfinu eru hinar minnstu sem þekkjast meðal vestrænna þjóða.