Fréttir úr starfsemi okkar

Fréttir Fréttir

Velferð eldri borgara á RÚV

Hverjar eru áskoranir eldri borgara og hvernig er hægt að eiga innihaldsríkt líf alla ævi?Öldrunarráð Íslands og LEB - Landssamband eldri borgara standa fyrir fræðslufundinum, Velferð eldri borgara, á RÚV  þriðjudaginn 9. febrúar kl. 13.00 – 15.00, þar sem víðtæk fræðsla og upplýsingamiðlun verður höfð að leiðarljósi.

Read More
Fréttir Fréttir

Kennslubæklingar fyrir spjaldtölvur aðgengilegir líka á netinu

Kennslubæklingar fyrir spjaldtölvur frá LEB, eru nú aðgengilegir endurgjaldslaust á vef LEB undir flipanum Hagnýt upplýsingarit á forsíðu vefsins. Þar eru þeir bæði í sérstökum lesham og á pdf formi.Áfram verður hægt að fá kennslubæklingana á pappír og panta hjá skrifstofu LEB. Þá hefur LEB einnig til sölu fjölnota tauburðarpoka með áprentuninni: Afi og amma redda málunum.

Read More
Fréttir Fréttir

„Afi og amma redda málunum"

Formaður LEB, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, átti fund með umhverfisráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, í umhverfisráðuneytinu. Við það tækifæri afhenti hún ráðherranum fjölnota tauburðarpoka sem LEB hefur látið framleiða með árituninni Afi og amma redda málunum. Fundurinn var ekki síst táknrænn vegna þess að nú hafa tekið gildi ný lög sem banna afhendingu plastburðarpoka.

Read More
Fréttir Fréttir

Verðum sjálf að berjast fyrir kjörum okkar

„Það berst enginn fyrir hagsmunum eldra fólks ef það gerir það ekki sjálft. Þetta gildir um alla baráttu „minnihlutahópa“ bæði fyrr og síðar. Blökumenn urðu að berjast fyrir sínum rétti, konur, samkynhneigðir og þannig mætti lengi áfram telja. Það er ekkert öðruvísi með eftirlaunafólk.  Á næstu tíu árum mun fjölga í  þeirra hópi um ca. 20.000. Það er mikilvægt fyrir okkur að reyna að hafa áhrif á það líf sem okkur verður búið í ellinni."

Read More