Fréttir úr starfsemi okkar
Breytingar á skrifstofu LEB
Starfsemi LEB hefur aukist til muna síðustu misserin. LEB hefur hrint úr vör ýmsum verkefnum til hagsbóta fyrir félagsmenn aðildarfélaganna 55, sérstaklega eftir að heimsfaraldurinn skall á. Útgáfa hefur aukist jafnhliða og sífellt meiri vinna lögð í ýmis baráttumál eldra fólks eins og kjaramál og húsnæðis- og heilbrigðismál.
Nafnleysi TR ekki í samræmi við góða stjórnsýsluhætti
Umboðsmaður Alþingis hefur birt álit sitt á því umkvörtunarefni að úrskurðir Tryggingastofnunar séu samkvæmt meginreglu nafnlausir. Í stuttu máli kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að slík framkvæmd stjórnsýsluákvarðana sé ekki í samræmi við þær kröfur sem gera verði til forms og framsetningar stjórnvaldsákvarðana.
Eldra fólk á Suðurlandi hefur stofnað aðgerðarhóp
Eldra fólk vill hafa áhrif á eigið líf - líka á Suðurlandi!Nýstofnaður aðgerðarhópur eldra fólks á Suðurlandi hefur sent frá sér meðfylgjandi yfirlýsingu
Drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu við aldraða komin í samráðsgáttina
Í stefnudrögunum er horft til heildarskipulags þjónustu við aldraða, samþættingar milli heilbrigðisþjónustu og félagslegrar þjónustu og þverfaglegs samstarfs á milli þessara þjónustustiga.
Umbúðalausir eldri borgarar
Landssamband eldri borgara hefur hleypt af stokkunum átaki sem ætlað er að vekja fólk til vitundar um mikilvægi umhverfisverndar. Framleiddar hafa verið stiklur til sýninga í sjónvarpi og á samfélagsmiðlum, þar sem áhersla er lögð á þrjá mikilvæga þætti umhverfisverndar.
Aðgerðir strax – ekkert annað dugar
LEB vill að rekstrarfyrirkomulag hjúkrunarheimila verði endurskoðað og allt utanumhald verði gagnsætt. Þá þarf að bjóða upp á fjölbreyttari lausnir í húsnæðismálum fyrir eldra fólk. LEB hefur lýst vilja sínum til að koma að úrlausn mála er varða eldra fólk.
Áherslur eldra fólks vegna komandi Alþingiskosninga
Landsfundur LEB 2021 sem haldinn var á Selfossi 26. maí samþykkti einróma ályktun um helstu áhersluatriði sem sett verða á oddinn fyrir komandi Alþingiskosningar og stjórnmálasamtök og -flokkar eru hvött til að setja á oddinn í næstu ríkisstjórn.
Vinnumiðlun eftirlaunafólks
„Sá sem skráir sig til vinnu ræður því hvenær hann vinnur og hversu mikið. Sumir vilja kannski vinna hálfan dag einu sinni í viku, aðrir geta hugsað sér að vinna tvo daga og svo framvegis."