Fréttir úr starfsemi okkar
Umsögn LEB um frumvarp til fjárlaga 2022
Ellilífeyrir hækki samkvæmt lögum.Ellilífeyrir hækki um sömu upphæð og almenn launAlmennt frítekjumark verði hækkaðRekstur hjúkrunarheimila verði tryggðurFramkvæmdasjóði aldraðra verði ekki veitt bráðbirgaðaleyfi til að taka þátt í rekstri
„Ekkert talað um hækkun lífeyris til samræmis við lægstu laun”
„Biðin eftir réttlætinu lengist”, segir Helgi Pétursson formaður Landssambands eldri borgara um það sem fram kemur í stjórnarsáttmálanum nýja, um stöðu eldri borgara.
Viltu láta gott af þér leiða?
Stutt símaspjall getur rofið einmanaleika og fært gleði og vellíðan inn í daginn.Þar sem sími er notaður þá eru fjarlægðir ekki hindrun og því auðvelt að eignast vini allt í kringum landið. Sjálfboðaliði á Ísafirði getur t.d. hringt í símavin á Egilsstöðum.
„Þetta er alveg út úr kú“
Árskort fyrir eldra fólk í Strætó hefur hækkað úr 25 þúsund krónum í 40 þúsund krónur, eða um 60%. Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, mótmælir harðlega þessari hækkun.
Deilt um það í Héraðsdómi hvort skerðingar standast stjórnarskrá
Aðalmeðferðin tók um fjórar klukkustundir. Fyrsta talaði lögmaður stefnenda, Flóki Ásgeirsson og síðan tók Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður til varna. Farið var vítt og breitt yfir lögin sem gilda um almannatryggingar í landinu, ýmsa dóma og ákvæði stjórnarskrárinnar sem einnig koma við sögu í málinu.
Útifundur Gráa hersins á Austurvelli 29. október kl. 14.00
Grái herinn boðar til útifundar í tilefni af því að aðalmálflutningur þriggja félaga Gráa hersins gegn Tryggingastofnun f.h. íslenska ríkisins vegna skerðinga stofnunarinnar á ellilífeyri og heimilisuppbót á móti greiðslum frá lífeyrissjóðum fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur kl. 9.15 að morgni sama dags.
Landreisa Helga byrjuð
Helgi Pétursson hét því þegar hann var kjörinn formaður LEB að heimsækja öll félögin 55 innan LEB við fyrsta tækifæri.Það má með sanni segja að hann sé þegar farinn að efna það loforð.
Opið bréf til formanna stjórnmálaflokka við ríkisstjórnarmyndun
„Enn einu sinni er komið að efndum á loforðum um bætta þjónustu við eldra fólk og bættan hag þeirra" skrifar Helgi Pétursson formaður LEB m.a. í opnu bréfi til formanna flokkanna sem nú standa í ríkisstjórnarmyndun.