Fréttir úr starfsemi okkar
Mál Gráa hersins beint til Hæstaréttar
Hæstaréttadómararnir Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen og Karl Axelsson standa að baki þessarar ákvörðunar. Telja dómararnir að mál þetta hafi þýðingu fyrir rétt fjölda einstaklinga til greiðslu ellilífeyris og varðar mikla hagsmuni þeirra og ríkisjóðs.
LEB er ekki í framboði og styður engan stjórnmálaflokk
Yfirlýsing Helga Péturssonar formanns LEB í tilefni af framboði hans til borgarstjórnar 14. maí nk.
„Málið snýst bara um að eldri borgarar hafi val.“
Þetta þýðir vitaskuld ekki að hvetja eigi fólk til að halda áfram að vinna eftir sjötugt, hugnist það því ekki. „Nei, almáttugur,“ segir Helgi. „Ég skil vel og ber fulla virðingu fyrir þeim sem vilja hætta að vinna. Þeir sem vilji hætta eiga að fá að hætta. Málið snýst bara um að eldri borgarar hafi val.“
Með samstarfi við ASÍ, BSRB og BHM vonast eldra fólk eftir betri tíð
LEB hefur óskað formlega eftir samstarfi við ASÍ, BSRB og BHM þegar kemur endurnýjun kjarasamninga síðar á þessu ári. Eldra fólk telur eðlilegt að þegar gengið er frá starfskjörum fólks á vinnumarkaði sé tryggt að það sama gangi til þeirra sem eru komnir á eftirlaun.
Samstarfsverkefni ÍSÍ og LEB: Heilsuefling eldra fólks
Meginmarkmiðið verkefnisins er að innleiða með markvissum hætti heilsueflingu til framtíðar sem felur í sér skipulagða þjálfun og aukið heilsulæsi aldraðra m.t.t. hreyfingar, næringar og annarra þátta sem skipta sköpum fyrir heilsu og líðan.
Forseti ASÍ stígur inn í umræðuna um eldri borgara
Drífa Snædal forseti ASÍ gerir að umtalsefni í nýlegum pistli sínum umræðuna um hækkun ellilífeyrisaldurs. Það sem einkum vekur athygli er að forseti ASÍ opnar á að kjör eftirlaunafólks verði hluti af væntanlegum kjaraviðræðum. Vissulega yrði það mikilsverður áfangi ef það verður.
Leiguíbúðir fyrir félagsmenn FEB
Árið 2018 gerðist FEB stofnaðili að Leigufélagi aldraðra - LA.LA fékk úthlutað lóðum við Vatnsholt í Reykjavík árið 2018. Þann 17. mars 2021 var tekin fyrsta skóflustungan og síðan hefur verið unnið að byggingu íbúðanna. Um er að ræða samtals 51 tveggja og þriggja herbergja leiguíbúðir sem væntanlega verða afhendar síðar á þessu ári.
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Þorbjörn Guðmundsson, formaður kjaranefndar Landssambands eldri borgara, segir að fjárlög fyrir árið 2022 og fjármálastefna ríkisstjórnarinnar bendi til að eldra fólk verði áfram að bíða eftir réttlætinu.
Hvatning til eldra fólks á Akureyri
Hallgrímur Gíslason formaður EBAK hvetur eldra fólk til dáða: „Við megum ekki láta tækifærið ganga okkur úr greipum, það er nefnilega fyrir löngu komin röðin að okkur þegar kemur að forgangsröðun fjármála hjá bæjaryfirvöldum."
Skrifstofan lokuð vegna samkomutakmarkana
Tímabundin lokun vegna Covid.Við höldum að sjálfsögðu áfram að þjónusta ykkur í gegnum síma og netpóst.Við svörum síma 567 7111 alla virka daga kl. 9.00 - 12.00 og gegnum netfangið leb@leb.is
Gleðilegt ár aðgerða
„Það kom í ljós við yfirferð okkar með stjórnmálafólki, fagfólki og sveitarstjórnarfólki að um þetta eru allir sammála. Og hafa lengið verið. - Allir. - Það bara gerist ekki neitt."
Hærri niðurgreiðslur á tannlækningum og fleira jákvætt
Nokkrar jákvæðar breytingar fyrir eldri borgara tóku gildi nú um áramótin.Þar má helst nefna aukna greiðsluþátttöku ríkisins vegna tannlækninga eldra fólks, úr 57% í 63% sem mun nýtast flestöllum eldri borgurum.