Fréttir úr starfsemi okkar
Fundargögn Landsfundar LEB 2023
Landsfundurinn verður haldinn í Hjálmakletti í Borgarnesi sem er í Menntaborgum, húsi Menntaskóla Borgarfjarðar, þriðjudaginn 9. maí nk.Hér má lesa dagskrá og tillögur...
Íslenska ellilífeyriskerfið – Nútíðin og framtíðin. Seinni grein eftir Jósef Gunnar Sigþórsson
Höfundur segir að íslenska ellilífeyriskerfið sé samfélagslega mikilvægt og komi að lífi svo margra að það verði einfaldlega að ná fram sátt um það. Til þess þurfi að samræma einstaklingsbundin og eignarréttarleg sjónarhorn annars vegar og hagsmuni hins opinbera hins vegar með lausn sem fléttar saman hagsmunum einstaklinga og heildar með viðunandi hætti.
Íslenska ellilífeyriskerfið – Fyrirheitin og efndirnar. Fyrri grein eftir Jósef Gunnar Sigþórsson
Jósef Gunnar Sigþórsson segir að margir sem greitt hafa í lífeyrissjóði í áratugi telji sig svikna þegar kemur að starfslokum og töku ellilífeyris. Skerðingin vegna tekjutengingarinnar, eða að minnsta kosti umfang hennar, komi fólki í opna skjöldu – og hafi kerfið ekki uppfyllt þau fyrirheit sem gefin voru í upphafi.
Málum þriggja liðsmanna Gráa hersins vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu
Ákveðið hefur verið að áfrýja dómi Hæstaréttar Íslands frá 2. nóvember 2022 í málum þriggja liðsmanna Gráa hersins til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í Strasbourg og hafa málin þegar verið send dómstólnum.
„Greiðslufyrirkomulag hjúkrunarheimila er úrelt“
„Þegar fólk flyst á hjúkrunarheimili ætti greiðslufyrirkomulag að vera með þeim hætti að einstaklingurinn greiði leigu, matarkostnað, lyf og þá þjónustu sem hann fær, en ekki er öll sú þjónusta gjaldskyld, svo sem heilbrigðis- þjónustan. Íbúar hjúkrunarheimila eiga ekki að þurfa að missa réttindi sem aðrir samfélagsþegnar hafa, eins og nú er", segir Sigríður Jónsdóttir félagsfræðingur m.a. í fróðlegu viðtali.
Upptaka af Málþingi um millistigið í búsetu eldra fólks
Öldrunarráð Íslands hélt málþing um millistigið í búsetu eldra fólks í Laugarásbíói fimmtudaginn 16.febrúar sl.Smellið á LESA MEIRA til að finna slóð á upptöku af málþinginu!