Fréttir úr starfsemi okkar
Er íslenska velferðakerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Þorbjörn Guðmundsson formaður kjaranefndar LEB - Landssambands eldri borgara segir að endurmeta þurfi leiðir og baráttuaðferðir til að tryggja velferð og kjör eldri borgara í íslensku samfélagi.
Verður gott að eldast?
Helgi Pétursson formaður LEB hugleiðir um áramót og fjallar um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk.„Verður eitthvað úr þessu? Von að spurt sé. Það liggja fyrir fjölmargar skýrslur og álitsgerðir um málefni eldra fólks sem flestar rykfalla í skúffum.“
Vinna að heilsueflingu og auknu heilsulæsi fyrir 60 ára og eldri
„Starf okkar felst í því að aðstoða áhugasöm sveitarfélög um land allt við að innleiða með markvissum hætti heilsueflingu eldra fólks til framtíðar sem felur í sér skipulagða þjálfun og aukið heilsulæsi en Bjartur lífsstíl er samstarfsverkefni ÍSÍ og LEB sem styrkt er af Félags- og vinnumarkaðsmálaráðuneytinu."
Eldra fólk er ódýrt vinnuafl
Fyrirtæki og stofnanir sleppa við að greiða 11,5 % af launum þeirra í lífeyrissjóðina, og má því segja að eldra fólk sé ódýr vinnukraftur. Launþegarnir fá hinsvegar ekkert aukalega í sinn vasa.
Kjaramál eldri borgara verði ekki skilin eftir í tómarúmi
„Tölulegar staðreyndir sýna að helmingur þeirra sem er kominn á eftirlaun er með tekjur undir meðallaunum í landinu og hefur það bara ekki gott. Þetta eru allt félagsmenn stéttarfélaganna og þess vegna lít ég svo á að hlutverki félaganna í að tryggja fólki góð eftirlaun, sé ekki lokið.“, segir Þorbjörn Guðmundsson formaður Kjaranefndar LEB
Miklar skerðingar og skattar gera virkni lífeyriskerfisins að skrípaleik
Afleiðing af því að ríkið hefur beitt ofurskerðingum í almannatryggingakerfinu er meðal annars sú að að útgjöld hins opinbera til ellilífeyrisgreiðslna í almannatryggingakerfinu eru hinar minnstu sem þekkjast meðal vestrænna þjóða.