Fréttir úr starfsemi okkar
Þurfum að hugsa kerfið uppá nýtt
„Við horfum á skerðingarnar í almannatryggingakerfinu og nú hefur í fyrsta sinn komið fram hvaða upphæðir það eru, sem málið snýst um. Þessar skerðingar, það sem tekið er af eldra fólki eru 45 milljarðar króna á ári."
Helgi Pé orðinn formaður Landssambands eldri borgara
„Helgi sagðist vilja efla Landssambandið enn frekar á næstu árum og efla upplýsingaflæði til muna. Hann boðaði aðgerðir á næstunni, þar sem minnt yrði á stöðu eldra fólks."
Landsfundur LEB 2021 - Upplýsingar, dagskrá, fundargögn o.fl.
Landsfundurinn verður haldinn á Hótel Selfossi, miðvikudaginn 26. maí frá kl. 10.00 og er eingöngu fyrir kjörfulltrúa aðildarfélaga LEB.
Vanvirðing við eldra fólk
„Aldursfordómar eiga ekki að vera til. LEB telur það mannréttindabrot að hafna fólki vegna aldurs.“
Eldra fólk vill hafa áhrif á eigið líf
Fylking fulltrúa eldri borgara fundar þessa dagana með stjórnmálaflokkum og aðilum vinnumarkaðarins um áherslur eldri borgara vegna komandi alþingiskosninga
Lærðu að nýta tölvuna betur - ókeypis!
Nú er í gangi sérstakt tilboð frá Netkynning.is:Öll námskeiðin eru gjaldrfráls um óákveðinn tíma svo eftir hverju ertu að bíða?
Landsfundur LEB 2021
Boðað til landsfundar LEB 2021 sem haldinn verður á Selfossi miðvikudaginn 26. maí. Fundurinn verður haldinn á Hótel Selfossi og hefst kl. 10.00 árdegis og er eingöngu opinn fulltrúum aðildarfélaga LEB sem hafa fengið til þess umboð.
Formannafundur LEB samþykkti tilllögur að fáum, en snörpum áhersluatriðum sem eldri borgarar vilja að komist til framkvæmda á komandi kjörtímabili.
Niðurstöður könnunar um hagi og líðan aldraðra á Íslandi 2020
Rafræn kynning á niðurstöðum könnunarinnar verður haldin 7. apríl nk. kl. 13. Smelltu á LESA MEIRA og þá sést tengill til að komast á fundinn
Heilsuefling eldri borgara – aftur af stað
„Sú heilsuefling sem nú er stefnt að með þeim styrkjum og fræðslu sem verður í boði er ætlað að snúa vörn í sókn á öllum sviðum lýðheilsu. Því er mikilvægt að allir hjálpist að við það að virkja gönguhópa og hreyfihópa á sem fjölbreyttastan hátt og hvetja hvert annað í góðum lífsstíl."
Auglýst er eftir framboðum vegna stjórnarkjörs á Landsfundi LEB 2021
Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram vegna stjórnarkjörs skulu senda tilkynningu þess efnis merkt Framboð, til skrifstofu LEB á netfangið leb@leb.is sem fyrst og fyrir 25. apríl nk.
Þetta snýst um raunveruleg kjör eftirlaunafólks en ekki talnaleiki fjármálaráðuneytis
„Það eru um 32 þúsund manns á bótum frá almannatryggingum sem segir okkur það að 16 þúsund manns eru með lægri tekjur en 400 þúsund. Spurningin er, teljum við þetta vera góð kjör? Ekki þessar prósentutölur heldur þessar rauntölur. Mín reynsla að vera eftirlaunamaður er að það er bara ekkert ódýrara en að vera launamaður.“
Ágústa á Refsstað heiðruð af Öldrunarráði
Ágústa Þorkelsdóttir frá Refsstað, formaður Félags eldri borgara Vopnafirði og Bakkafirði er handhafi viðurkenningar Öldrunarráðs Íslands árið 2020.
Formannafundur LEB haldinn sem fjarfundur
Fjarfundarformið er nýjung hjá LEB gefur öllum 55 aðildarfélögunum vítt og breitt um landið að tengjast á auðveldan hátt og er þetta vafalaust framtíðin í öflugu starfi LEB.
125 milljónir króna til örvunar á félagsstarfi og heilsueflingar fullorðinna
Átaksverkefni hefur verið hrint úr vör til að efla félagsstarf fullorðinna í samvinnu við sveitarfélögin, ásamt aðgerðum til heilsueflingar eldri borgara í samvinnu við LEB og ÍSÍ. Aðgerðirnar eru mótaðar af starfshópi um lífskjör og aðbúnað aldraðra, og eru hluti af viðspyrnuáætlun ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19.
Eldra fólk vill hafa áhrif á eigið líf
Áskorun hefur verið send á alla stjórnmálaflokka að tryggja eldri borgurum sæti á lista sem gæti tryggt þeim þingsæti. Enda er það á Alþingi sem kjör og velferð eldri borgara eru ráðin.
Upptaka af fræðslufundinum Velferð eldri borgara
Þeir sem misstu af fræðslufundinum á RÚV, eða vilja sjá hann aftur, geta nálgast upptöku af honum hér. Hann verður aðgengilegur í ár, eða til 9. febrúar 2022
Velferð eldri borgara á RÚV
Hverjar eru áskoranir eldri borgara og hvernig er hægt að eiga innihaldsríkt líf alla ævi?Öldrunarráð Íslands og LEB - Landssamband eldri borgara standa fyrir fræðslufundinum, Velferð eldri borgara, á RÚV þriðjudaginn 9. febrúar kl. 13.00 – 15.00, þar sem víðtæk fræðsla og upplýsingamiðlun verður höfð að leiðarljósi.