Auglýst er eftir framboðum vegna stjórnarkjörs á Landsfundi LEB 2021
Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram vegna stjórnarkjörs skulu senda tilkynningu þess efnis merkt Framboð, til skrifstofu LEB á netfangið leb@leb.is sem fyrst og fyrir 25. apríl nk.
Þetta snýst um raunveruleg kjör eftirlaunafólks en ekki talnaleiki fjármálaráðuneytis
„Það eru um 32 þúsund manns á bótum frá almannatryggingum sem segir okkur það að 16 þúsund manns eru með lægri tekjur en 400 þúsund. Spurningin er, teljum við þetta vera góð kjör? Ekki þessar prósentutölur heldur þessar rauntölur. Mín reynsla að vera eftirlaunamaður er að það er bara ekkert ódýrara en að vera launamaður.“
Ágústa á Refsstað heiðruð af Öldrunarráði
Ágústa Þorkelsdóttir frá Refsstað, formaður Félags eldri borgara Vopnafirði og Bakkafirði er handhafi viðurkenningar Öldrunarráðs Íslands árið 2020.
Formannafundur LEB haldinn sem fjarfundur
Fjarfundarformið er nýjung hjá LEB gefur öllum 55 aðildarfélögunum vítt og breitt um landið að tengjast á auðveldan hátt og er þetta vafalaust framtíðin í öflugu starfi LEB.
125 milljónir króna til örvunar á félagsstarfi og heilsueflingar fullorðinna
Átaksverkefni hefur verið hrint úr vör til að efla félagsstarf fullorðinna í samvinnu við sveitarfélögin, ásamt aðgerðum til heilsueflingar eldri borgara í samvinnu við LEB og ÍSÍ. Aðgerðirnar eru mótaðar af starfshópi um lífskjör og aðbúnað aldraðra, og eru hluti af viðspyrnuáætlun ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19.
Eldra fólk vill hafa áhrif á eigið líf
Áskorun hefur verið send á alla stjórnmálaflokka að tryggja eldri borgurum sæti á lista sem gæti tryggt þeim þingsæti. Enda er það á Alþingi sem kjör og velferð eldri borgara eru ráðin.
Upptaka af fræðslufundinum Velferð eldri borgara
Þeir sem misstu af fræðslufundinum á RÚV, eða vilja sjá hann aftur, geta nálgast upptöku af honum hér. Hann verður aðgengilegur í ár, eða til 9. febrúar 2022
Velferð eldri borgara á RÚV
Hverjar eru áskoranir eldri borgara og hvernig er hægt að eiga innihaldsríkt líf alla ævi?Öldrunarráð Íslands og LEB - Landssamband eldri borgara standa fyrir fræðslufundinum, Velferð eldri borgara, á RÚV þriðjudaginn 9. febrúar kl. 13.00 – 15.00, þar sem víðtæk fræðsla og upplýsingamiðlun verður höfð að leiðarljósi.
Efst á baugi hjá LEB. Fréttabréf formanns janúar 2021
Á nýju ári er af mörgu að taka sem unnið er að hjá LEB. Hér er stiklað á því helsta.
Kennslubæklingar fyrir spjaldtölvur aðgengilegir líka á netinu
Kennslubæklingar fyrir spjaldtölvur frá LEB, eru nú aðgengilegir endurgjaldslaust á vef LEB undir flipanum Hagnýt upplýsingarit á forsíðu vefsins. Þar eru þeir bæði í sérstökum lesham og á pdf formi.Áfram verður hægt að fá kennslubæklingana á pappír og panta hjá skrifstofu LEB. Þá hefur LEB einnig til sölu fjölnota tauburðarpoka með áprentuninni: Afi og amma redda málunum.