Fréttir úr starfsemi okkar
Mikilvægt að þekkja lífeyrisréttindi sín
Fólk þarf að huga vel að réttindum sínum og læra sem best á lífeyris- og tryggingakerfið löngu áður en það fer á lífeyri, segir Ingibjörg H. Sverrisdótir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni og ritari stjórnar LEB.
Bjartur lífsstíll fyrir heilsu eldra fólks
„Markmið verkefnisins, Bjarts lífsstíls, er að auka heilsulæsi hjá eldra fólki og innleiða heilsueflingu til framtíðar. Það gerum við með því að efla upplýsingaflæði um núverandi hreyfiúrræði og aðstoða þá staði á landinu sem sjá þörf fyrir að setja á stofn ný hreyfiúrræði,“ segir Ásgerður Guðmundsstjóri verkefnastjóri heilsueflingar hjá LEB.
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Finnur Birgisson sem er einna manna fróðastur um almannatryggingar og ellilífeyri skrifar fróðlegan pistil um sögu tekjutenginga ellilífeyris í gegnum tíðina.
Hjón og fólk í sambúð velti fyrir sér að skipta lífeyrisréttindum
Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða vekur athygli á að „Lagaákvæðið um skiptingu lífeyrisréttinda sé alls ekki hugsað sem skilnaðarúrræði heldur sem jafnréttis- og sanngirnismál." Samning um skiptingu lífeyris verður að gera áður en sá eldri verður 65 ára.
Hugleiðingar vegna útskriftar íbúa á hjúkrunarheimili
„Á Íslandi er það svo að þeir sem búa heima og eru með færniskerðingu af einhverjum toga sem gerir þeim erfitt að sjá óstuddir um daglegt líf sitt eiga ekki margra kosta völ.“ Sigrún Huld Þorgrímsdóttir ritar um búsetumál færniskertra
Heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk ýtt úr vör
Helgi Pétursson formaður LEB fagnar yfirlýsingunni og segir í samtali við vefmiðilinn Lifðu núna að Landssambandið hafi talað fyrir því lengi að farið yrði í að samhæfa þá þjónustu sem þegar er fyrir hendi. „Nú reynir á hvað hægt er að gera“, segir hann.
Neyðarkall vegna ófremdarástands í málefnum hjúkrunarheimila
„Þolinmæði eldra fólks og aðstandenda er þrotin,“ skrifar Þorbjörn Guðmundsson formaður kjaranefndar LEB. „Krafan er einföld, stjórnvöld hætti að níðast á mjög veiku gömlu fólki.“
Fjölbreytt LEB blað 2022 komið út
LEB blaðið 2022 kom út a dögunum og er í dreifingu til félagsmanna aðildarfélaga LEB um allt land þessar vikurnar.Þeir sem vilja geta lesið blaðið hér á vefnum undir Útgáfa, hér efst á síðunni.
Bjartur lífsstíll fyrir alla
Markmiðið er að innleiða heilsueflingu til framtíðar og auka heilsulæsi hjá fólki, 60 ára og eldra, á landsvísu. Fjölmörg góð hreyfiúrræði eru nú þegar í boði víða um landið og verður lögð áhersla á að efla núverandi hreyfiúrræði, auka vitundarvakningu eldra fólks og aðstoða sveitarfélög þar sem þörf er á úrbótum.
Harðorðar ályktanir Landsfundar LEB 2022
Ályktað var um fjögur megin málefni: Kjaramál – Velferðarmál – Húsnæðismál og Stöðu hjúkrunarheimila.
Ráðist verði í heildarendurskoðun í málefnum eldra fólks
Það ríkir algert ófremdarástand í málefnum elsta fólksins í landinu. Þetta verður meðal annars rætt á landsfundi Landssambands eldri borgara í dag. Formaður LEB bindur vonir við heildarendurskoðun þjónustunnar við eldra fólk en tillögur um aðgerðir eiga að liggja fyrir í haust.
BEINT streymi frá Landsfundi LEB 2022
Landsfundurinn er haldinn þriðjudaginn 3. maí 2022, kl. 10.15 - 16.40.Landsfundurinn er eingöngu opinn fulltrúum aðildarfélaga LEB sem hafa fengið til þess umboð (kjörbréf), en með tækninni getum við leyft öllum sem vilja að fylgjast með á heimasíðu LEB og Facebooksíðu LEB.Smellið á Lesa meira til að opna síðu með streyminu:
Eldra fólk vill hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi
Í tilefni væntanlegra sveitarstjórnarkosninga 14. maí nk. hafa öll aðildarfélög LEB, 55 talsins víða um land, sameinast um helstu áhersluatriði til að leggja fyrir væntanlegar sveitastjórnir í þágu eldra fólks á landinu.
AfsláttarAPP og Afsláttarbók 2022
AfsláttarAPPið sem við kynnum nú til sögunnar er bylting í að miðla hagstæðum afsláttarkjörum til allra fullgildra félagsmanna aðildarfélaga LEB hvar á landinu sem þeir eru.Í APPinu er sjálf Afsláttarbókin einnig í heild sinni.
Landsfundur LEB 2022
Landsfundurinn verður haldinn 3. maí í Hraunseli, félagsheimili Félags eldri borgara í Hafnarfirði að Flatahrauni 3, 220 Hafnarfirði. Hann er eingöngu opinn fulltrúum aðildarfélaga LEB sem hafa fengið til þess umboð (kjörbréf).
Mál Gráa hersins beint til Hæstaréttar
Hæstaréttadómararnir Ása Ólafsdóttir, Björg Thorarensen og Karl Axelsson standa að baki þessarar ákvörðunar. Telja dómararnir að mál þetta hafi þýðingu fyrir rétt fjölda einstaklinga til greiðslu ellilífeyris og varðar mikla hagsmuni þeirra og ríkisjóðs.
LEB er ekki í framboði og styður engan stjórnmálaflokk
Yfirlýsing Helga Péturssonar formanns LEB í tilefni af framboði hans til borgarstjórnar 14. maí nk.
„Málið snýst bara um að eldri borgarar hafi val.“
Þetta þýðir vitaskuld ekki að hvetja eigi fólk til að halda áfram að vinna eftir sjötugt, hugnist það því ekki. „Nei, almáttugur,“ segir Helgi. „Ég skil vel og ber fulla virðingu fyrir þeim sem vilja hætta að vinna. Þeir sem vilji hætta eiga að fá að hætta. Málið snýst bara um að eldri borgarar hafi val.“
Með samstarfi við ASÍ, BSRB og BHM vonast eldra fólk eftir betri tíð
LEB hefur óskað formlega eftir samstarfi við ASÍ, BSRB og BHM þegar kemur endurnýjun kjarasamninga síðar á þessu ári. Eldra fólk telur eðlilegt að þegar gengið er frá starfskjörum fólks á vinnumarkaði sé tryggt að það sama gangi til þeirra sem eru komnir á eftirlaun.