Fréttir úr starfsemi okkar
Kjaramál eldri borgara verði ekki skilin eftir í tómarúmi
„Tölulegar staðreyndir sýna að helmingur þeirra sem er kominn á eftirlaun er með tekjur undir meðallaunum í landinu og hefur það bara ekki gott. Þetta eru allt félagsmenn stéttarfélaganna og þess vegna lít ég svo á að hlutverki félaganna í að tryggja fólki góð eftirlaun, sé ekki lokið.“, segir Þorbjörn Guðmundsson formaður Kjaranefndar LEB
Miklar skerðingar og skattar gera virkni lífeyriskerfisins að skrípaleik
Afleiðing af því að ríkið hefur beitt ofurskerðingum í almannatryggingakerfinu er meðal annars sú að að útgjöld hins opinbera til ellilífeyrisgreiðslna í almannatryggingakerfinu eru hinar minnstu sem þekkjast meðal vestrænna þjóða.
Mikilvægt að þekkja lífeyrisréttindi sín
Fólk þarf að huga vel að réttindum sínum og læra sem best á lífeyris- og tryggingakerfið löngu áður en það fer á lífeyri, segir Ingibjörg H. Sverrisdótir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni og ritari stjórnar LEB.
Bjartur lífsstíll fyrir heilsu eldra fólks
„Markmið verkefnisins, Bjarts lífsstíls, er að auka heilsulæsi hjá eldra fólki og innleiða heilsueflingu til framtíðar. Það gerum við með því að efla upplýsingaflæði um núverandi hreyfiúrræði og aðstoða þá staði á landinu sem sjá þörf fyrir að setja á stofn ný hreyfiúrræði,“ segir Ásgerður Guðmundsstjóri verkefnastjóri heilsueflingar hjá LEB.
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Finnur Birgisson sem er einna manna fróðastur um almannatryggingar og ellilífeyri skrifar fróðlegan pistil um sögu tekjutenginga ellilífeyris í gegnum tíðina.
Hjón og fólk í sambúð velti fyrir sér að skipta lífeyrisréttindum
Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða vekur athygli á að „Lagaákvæðið um skiptingu lífeyrisréttinda sé alls ekki hugsað sem skilnaðarúrræði heldur sem jafnréttis- og sanngirnismál." Samning um skiptingu lífeyris verður að gera áður en sá eldri verður 65 ára.
Hugleiðingar vegna útskriftar íbúa á hjúkrunarheimili
„Á Íslandi er það svo að þeir sem búa heima og eru með færniskerðingu af einhverjum toga sem gerir þeim erfitt að sjá óstuddir um daglegt líf sitt eiga ekki margra kosta völ.“ Sigrún Huld Þorgrímsdóttir ritar um búsetumál færniskertra
Heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk ýtt úr vör
Helgi Pétursson formaður LEB fagnar yfirlýsingunni og segir í samtali við vefmiðilinn Lifðu núna að Landssambandið hafi talað fyrir því lengi að farið yrði í að samhæfa þá þjónustu sem þegar er fyrir hendi. „Nú reynir á hvað hægt er að gera“, segir hann.
Neyðarkall vegna ófremdarástands í málefnum hjúkrunarheimila
„Þolinmæði eldra fólks og aðstandenda er þrotin,“ skrifar Þorbjörn Guðmundsson formaður kjaranefndar LEB. „Krafan er einföld, stjórnvöld hætti að níðast á mjög veiku gömlu fólki.“