Fréttir úr starfsemi okkar
Fjölbreytt LEB blað 2022 komið út
LEB blaðið 2022 kom út a dögunum og er í dreifingu til félagsmanna aðildarfélaga LEB um allt land þessar vikurnar.Þeir sem vilja geta lesið blaðið hér á vefnum undir Útgáfa, hér efst á síðunni.
Bjartur lífsstíll fyrir alla
Markmiðið er að innleiða heilsueflingu til framtíðar og auka heilsulæsi hjá fólki, 60 ára og eldra, á landsvísu. Fjölmörg góð hreyfiúrræði eru nú þegar í boði víða um landið og verður lögð áhersla á að efla núverandi hreyfiúrræði, auka vitundarvakningu eldra fólks og aðstoða sveitarfélög þar sem þörf er á úrbótum.
Harðorðar ályktanir Landsfundar LEB 2022
Ályktað var um fjögur megin málefni: Kjaramál – Velferðarmál – Húsnæðismál og Stöðu hjúkrunarheimila.
Ráðist verði í heildarendurskoðun í málefnum eldra fólks
Það ríkir algert ófremdarástand í málefnum elsta fólksins í landinu. Þetta verður meðal annars rætt á landsfundi Landssambands eldri borgara í dag. Formaður LEB bindur vonir við heildarendurskoðun þjónustunnar við eldra fólk en tillögur um aðgerðir eiga að liggja fyrir í haust.
BEINT streymi frá Landsfundi LEB 2022
Landsfundurinn er haldinn þriðjudaginn 3. maí 2022, kl. 10.15 - 16.40.Landsfundurinn er eingöngu opinn fulltrúum aðildarfélaga LEB sem hafa fengið til þess umboð (kjörbréf), en með tækninni getum við leyft öllum sem vilja að fylgjast með á heimasíðu LEB og Facebooksíðu LEB.Smellið á Lesa meira til að opna síðu með streyminu:
Eldra fólk vill hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi
Í tilefni væntanlegra sveitarstjórnarkosninga 14. maí nk. hafa öll aðildarfélög LEB, 55 talsins víða um land, sameinast um helstu áhersluatriði til að leggja fyrir væntanlegar sveitastjórnir í þágu eldra fólks á landinu.
AfsláttarAPP og Afsláttarbók 2022
AfsláttarAPPið sem við kynnum nú til sögunnar er bylting í að miðla hagstæðum afsláttarkjörum til allra fullgildra félagsmanna aðildarfélaga LEB hvar á landinu sem þeir eru.Í APPinu er sjálf Afsláttarbókin einnig í heild sinni.
Landsfundur LEB 2022
Landsfundurinn verður haldinn 3. maí í Hraunseli, félagsheimili Félags eldri borgara í Hafnarfirði að Flatahrauni 3, 220 Hafnarfirði. Hann er eingöngu opinn fulltrúum aðildarfélaga LEB sem hafa fengið til þess umboð (kjörbréf).