Fréttir úr starfsemi okkar
Er Gunnarshólmi staðurinn fyrir eldra fólk?
Þorbjörn Guðmundsson skrifar pistilinn.„Lífsgæðakjarnar eiga vera í góðum tengslum viðkomandi byggðarlag og þannig staðsettir að auðvelt sé að vera virkur þátttakandi í sínu samfélagi. Eldra fólk vill ekki vera geymsluvara utan alfaraleiðar."
Þjóðarsátt
Ásgerður Pálsdóttir formaður Félags eldri borgara Húnaþingi skrifar pistilinn:„Verðbólga og háir vextir hafa leikið eldra fólk grátt eins og aðra þjóðfélagsþegna. Eins og jafnan bitnar ástandið harkalegast á þeim sem minnst hafa milli handa......Hækkið frítekjumarkið, minnkið skerðingar til þeirra sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði og að ellilífeyrir verði ekki lægri en lægsti kauptaxti á vinnumarkaði. Þá verður fyrst hægt að tala um þjóðarsátt."
Er þjóðarsátt án eldri félagsmanna?
Þorbjörn Guðmundsson formaður kjaranefndar LEB:„Um 80.000 manns falla undir skilgreininguna 67 ára og eldri og öryrkjar. Að tala um þjóðarsátt án þess að þessi stóri hópur sé hafður með stendur tæplega undir nafni."
Við áramót. Fyrrverandi félagar í samfloti?
Helgi Pétursson formaður LEB skrifar pistilinn:„Sérstaka ánægju vekja viðbrögð forystu Alþýðusambands Íslands sem telja eðlilegt að verkalýðshreyfingin styðji baráttu sinna fyrrum félagsmanna sem flestir hafa tengst launþegahreyfingunni með einum eða öðrum hætti í meira en fimmtíu ár. Hugmyndir LEB falla vel að sameiginlegum áherslum aðila vinnumarkaðarins um breytingar á tilfærslukerfum."
Gleðilega hátíð!
Skrifstofa LEB er lokuð yfir hátíðirnar. Símtölum svarað virka daga milli jóla og nýárs kl. 09.00 – 12.00. Sími 567 7111. Einnig netbréfum. Netfang leb@leb.isOpnum aftur þriðjudaginn 2. janúar kl. 09.00 – 12.00.
LEB og U3A standa saman að fyrirlestraröð árið 2024
LEB hefur gert samning við U3A – Háskóla 3ja æviskeiðsins um aðgang að vikulegum áhugaverðum og skemmtilegum fyrirlestrum fyrir aðildarfélög LEB sem eru utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta er fyrirlestrarröð sem U3A heldur vikulega í Reykjavík 8 mánuði ársins (janúar – maí / september – nóvember). Samningurinn tekur gildi frá 1.janúar 2024.
Starfsgreinasambandið styður kröfur LEB!
Það hefur verið eitt helsta baráttumál LEB að verkalýðshreyfingin leggist á árarnar með LEB að bæta kjör eldra fólks, enda flest fyrrum félagar þeirra til áratuga. Nú hefur Starfsgreinasamband Íslands riðið á vaðið.