Fréttir úr starfsemi okkar

Fréttir Fréttir

Þjóðarsátt

Ásgerður Pálsdóttir formaður Félags eldri borgara Húnaþingi skrifar pistilinn:„Verðbólga og háir vextir hafa leikið eldra fólk grátt eins og aðra þjóðfélagsþegna.  Eins og jafnan bitnar ástandið harkalegast á þeim sem minnst hafa milli handa......Hækkið frítekjumarkið, minnkið skerðingar til þeirra sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði og að ellilífeyrir verði ekki lægri en lægsti kauptaxti á vinnumarkaði. Þá verður fyrst hægt að tala um þjóðarsátt."

Read More
Fréttir Fréttir

Er þjóðarsátt án eldri félagsmanna?

Þorbjörn Guðmundsson formaður kjaranefndar LEB:„Um 80.000 manns falla und­ir skil­grein­ing­una 67 ára og eldri og ör­yrkj­ar. Að tala um þjóð­arsátt án þess að þessi stóri hóp­ur sé hafð­ur með stend­ur tæp­lega und­ir nafni."

Read More
Fréttir Fréttir

Við áramót. Fyrrverandi félagar í samfloti?

Helgi Pétursson formaður LEB skrifar pistilinn:„Sérstaka ánægju vekja viðbrögð forystu Alþýðusambands Íslands sem telja eðlilegt að verkalýðshreyfingin styðji  baráttu sinna fyrrum félagsmanna sem flestir hafa tengst launþegahreyfingunni með einum eða öðrum hætti í meira en fimmtíu ár. Hugmyndir LEB falla vel að sameiginlegum áherslum aðila vinnumarkaðarins um breytingar á tilfærslukerfum."

Read More
Fréttir Fréttir

Gleðilega hátíð!

Skrifstofa LEB er lokuð yfir hátíðirnar. Símtölum svarað virka daga milli jóla og nýárs kl. 09.00 – 12.00. Sími 567 7111. Einnig netbréfum. Netfang leb@leb.isOpnum aftur þriðjudaginn 2. janúar kl. 09.00 – 12.00.

Read More
Fréttir Fréttir

LEB og U3A standa saman að fyrirlestraröð árið 2024

LEB hefur gert samning við U3A – Háskóla 3ja æviskeiðsins um aðgang að vikulegum áhugaverðum og skemmtilegum fyrirlestrum fyrir aðildarfélög LEB sem eru utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta er fyrirlestrarröð sem U3A heldur vikulega í Reykjavík 8 mánuði ársins (janúar – maí / september – nóvember). Samningurinn tekur gildi frá 1.janúar 2024.

Read More