Slökun fyrir daginn og fyrir svefninn
Fanný Jónmundsdóttir hefur fært LEB upptökur af heppilegum slökunaræfingum, bæði til að hefja daginn og einnig slökunaræfingar fyrir svefninn. Þessar upptökur eru nú aðgengilegar á vef LEB og hægt að hlusta á þær hvenær sem fólki hentar.
Afsláttarbók LEB 2020 er komin út
Árum saman hefur LEB gefið út Afsláttarbók fyrir félagsmenn félaga eldri borgara á öllu landinu. Nýjasta afsláttarbókin er nú komin út.
Vertu símavinur! Símaspjall við eldri borgara.
Nýtt verkefni sem hefur fengið nafnið Spjöllum saman gengur út á að hringt er í allt fólk sem er 85 ára og eldri, býr einsamalt og hefur fengið þjónustu frá Reykjavíkurborg. Í símtalinu er líðan fólksins og aðstæður kannaðar og því boðið að eignast símaspjallsvin.
Stjórn LEB ályktar um nauðsynlegar aðgerðir í þágu eldra fólks
„Í öllum þeim aðgerðum sem stjórnvöld hafa gert til að koma til móts við fyrirtæki og einstaklinga vegna þeirra áhrifa sem kórónuveiran hefur á þjóðfélagið er hvergi minnst á aðgerðir sem snerta hagsmuni eldri borgara landsins."
Víðtækt samstarf ríkis, sveitarfélaga, fagaðila og hagsmunaaðila í þágu viðkvæmra hópa vegna Covid 19
Viðbragðsteymi um þjónustu við viðkvæma hópa sem mun vinna með markvissum hætti, og í náinni samvinnu við aðila sem sinna hagsmunagæslu og/eða þjónustu við viðkvæma hópa, að því að draga úr rofi á þjónustu.
Hendum burt erjum. Stöndum saman. Styðjum hvert annað
Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður LEB sat í pallborði á daglegum blaðamannafundi Landlæknis og Ríkislögreglustjóra, laugard. 14. mars. Með henni í beinni útsendingu voru Víðir yfirlögregluþjónn, Alma landlæknir og Stefán útvarpsstjóri. Slóð á þáttinn er í greininni
Eldra fólk er varkárt að upplagi
Fólk er hvatt til að hringja í síma 1700 ef það telur sig hugsanlega vera smitað af COVID-19 veirunni. Ekki leita beint á sjúkrahús eða heilsugæslustöðvar.Lestu um frekari leiðbeiningar með að smella á Lesa meira.
Eiga ekki allir að vera með í samfélaginu?
„Það vantar mikið upp á í aðgengismálum og virðing gagnvart þeim sem þurfa hjálp er allavega allt of lítil. Mjög margir sem búa einir og eiga erfitt með gang veigra sér við að fara í búðir og versla inn sjálfir. Einnig að njóta menningar, fara í leikhús og njóta tónleika er ekki efst á lista. Heimsóknarvinir, vinir og eða ættingjar, hjálpa oft í slíkum tilvikum, en margt má læra af öðrum þjóðum."