Fréttir úr starfsemi okkar
Afsláttarbók LEB 2020 er komin út
Árum saman hefur LEB gefið út Afsláttarbók fyrir félagsmenn félaga eldri borgara á öllu landinu. Nýjasta afsláttarbókin er nú komin út.
Vertu símavinur! Símaspjall við eldri borgara.
Nýtt verkefni sem hefur fengið nafnið Spjöllum saman gengur út á að hringt er í allt fólk sem er 85 ára og eldri, býr einsamalt og hefur fengið þjónustu frá Reykjavíkurborg. Í símtalinu er líðan fólksins og aðstæður kannaðar og því boðið að eignast símaspjallsvin.
Stjórn LEB ályktar um nauðsynlegar aðgerðir í þágu eldra fólks
„Í öllum þeim aðgerðum sem stjórnvöld hafa gert til að koma til móts við fyrirtæki og einstaklinga vegna þeirra áhrifa sem kórónuveiran hefur á þjóðfélagið er hvergi minnst á aðgerðir sem snerta hagsmuni eldri borgara landsins."
Víðtækt samstarf ríkis, sveitarfélaga, fagaðila og hagsmunaaðila í þágu viðkvæmra hópa vegna Covid 19
Viðbragðsteymi um þjónustu við viðkvæma hópa sem mun vinna með markvissum hætti, og í náinni samvinnu við aðila sem sinna hagsmunagæslu og/eða þjónustu við viðkvæma hópa, að því að draga úr rofi á þjónustu.
Hendum burt erjum. Stöndum saman. Styðjum hvert annað
Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður LEB sat í pallborði á daglegum blaðamannafundi Landlæknis og Ríkislögreglustjóra, laugard. 14. mars. Með henni í beinni útsendingu voru Víðir yfirlögregluþjónn, Alma landlæknir og Stefán útvarpsstjóri. Slóð á þáttinn er í greininni
Eldra fólk er varkárt að upplagi
Fólk er hvatt til að hringja í síma 1700 ef það telur sig hugsanlega vera smitað af COVID-19 veirunni. Ekki leita beint á sjúkrahús eða heilsugæslustöðvar.Lestu um frekari leiðbeiningar með að smella á Lesa meira.
Eiga ekki allir að vera með í samfélaginu?
„Það vantar mikið upp á í aðgengismálum og virðing gagnvart þeim sem þurfa hjálp er allavega allt of lítil. Mjög margir sem búa einir og eiga erfitt með gang veigra sér við að fara í búðir og versla inn sjálfir. Einnig að njóta menningar, fara í leikhús og njóta tónleika er ekki efst á lista. Heimsóknarvinir, vinir og eða ættingjar, hjálpa oft í slíkum tilvikum, en margt má læra af öðrum þjóðum."
Lykill að vellíðan: Svefn - Næring - Hreyfing
„Megin ráðleggingin er að fullorðnir stundi miðlungserfiða eða erfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega. Heildartímanum má skipta í styttri tímabil yfir daginn."
Verkefni LEB „Umbúðalausir eldri borgarar" hlýtur styrk
Umhverfisráðherra veitti styrki til frjálsra félagasamtaka sem inna af hendi afar mikilvægt starf í þágu umhverfisins og náttúruverndar. Meðal þeirra sem fengu styrk var LEB – Landssamband eldri borgara fyrir ákaflega spennandi verkefni sem ber heitið „Umbúðalausir eldri borgarar“
„Heilinn hættir ekki að starfa þó við verðum sjötug“
„Það er úrelt að segja starfsfólki upp eingöngu vegna aldurs og tíðkist ekki lengur í öðrum Evrópulöndum. Þar hafi málaferli yfirleitt unnist á grundvelli mannréttinda."
FEB í Reykjavík hefur ekkert með nýja ferðaskrifstofu að gera
„FEB vill af þessu tilefni taka fram að þessi nýstofnaða ferðaskrifstofa er ekkert á vegum Félags eldri borgara i Reykjavík og nágrenni, er ekki í neinu samstarfi við FEB og félaginu að öllu leyti óviðkomandi."
Ágrip úr sögu LEB í 30 ár: 1989-2019
„Og sagan heldur áfram að verða til. Landssamband eldri borgara er á besta aldri og ætlar að standa vaktina þar til eldri borgarar á Íslandi geta allir lifað dagana með reisn og þeirri virðingu sem þeim ber."
Jólakveðja LEB og jólahugvekja formanns
Stjórn LEB - Landssambands eldri borgara sendir landsmönnum öllum hugheilar jólakveðjur með ósk um árangursríkt nýtt baráttuár fyrir eldri borgara þessa lands! Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður skrifar jólahugvekju sem vert er að lesa.
Landssamband eldri borgara gegnir mikilvægu hlutverki
„Framtíð Landssambands eldri borgara byggir á nútíðinni þar sem baráttan fyrir bættum lífskjörum er í forgrunni.“Fjórir formenn félaga eldri borgara ræða um hlutverk LEB í nútíð og framtíð.